Samtíðin - 01.05.1942, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.05.1942, Blaðsíða 20
16 SAMTlÐIN SASCHA GUITRY : Hugmyndir mínar um kvenfólk [Höfundur þessarar greinar er einn hinn mikilhæfasti, núlifandi leik- ari Frakka, er hefur jafnfrámt verið leikhússtjóri í l’aris og skrifað fjölda leikrita. Siðan París var hernumin, hefur Guitry verið þar eins konar ókrýndur leiklistarkonungur í skjóli fyrstu konu sinnar, Charlotte Lyses, sem hann skildi við fyrir 20 árum. Sámtals hefur Guitry verið fjórkvæntur og liefur þar af leiðandi talsverð kynni af konum, enda er hann beinlinis frægur fyrir viðskipti sín við „hið fagra kyn“.] KONA! Dásemd allra dásemda! I bernsku er bún aðdáanleg, í æsku töfrandi. Fullvaxta er hún æs- andi og keniur mönnum. úr jafnvægi. Sem eiginkona er hún hrífandi og sem móðir viðkvæm og áhrifamikil. Þegar æskan hefur yfirgefið konuna, gerist hún ein af þessum fingerðu og glaðlegu hefðarkonum., sem öðlast á ný bjarma æskunnar og stundum jafnvel hinn ferska hreinleik hernsk- unnar. Þannig keniur konan mér fvr- ir sjónir .... og þess vegna elska ég liana. En — samt sem áður hefur lífs- reynsla sú, sem ég hef öðlazt síðustu þrjátíu árin, neytt mig til að ger- Itrevta um skoðun, jafnskjótt sem ég hreyti orðinu kona í fleirtölu og nefni kcnur. Já. Konan er unaðslegasta dásemd tilverunnar! En konur .... eru allt annað. Þegar maður spyr sjálfan sig: „Hvað er kona?“, þá hugsar hann um allar dyggðir konunnar og seið- magn liennar, sem gerir hana að hugsjón manns og draumsýn, og hann hrópar: „Ó, kona, yndislegasta dásemd allra dásemda!“ En þegar hann spyr sjálfan sig, livað konur séu, verður svarið hið saina og hjá Moliére, sem komst þannig að orði, að ekkert væri heimskara, ekkert óheilbrigðara og ekkert sviksamlegra á jörðu hér en hið fagra kyn. Að lala um konur er sama sem, að tala illa um þær, hvað svo sem menn kunna að hugsa um þær í raun og veru. Það er nú einu sinni svona, að ef þú talar vel um eitthvað, þá er venjulega furðu lítið um það að segja. Að tala illa um kvenfólkið táknar, að það sé okkur óþrjótandi umræðuefni. Ég er á þeirri skoðun, að sá maður, sem talar vel um kven- fólk, þekki það ekki og liafi aldrei elskað það. En áður en ég segi meira, vil ég taka þetta skýrt fram: Þær konur, sem ég tala um, lesari góður, eru hvorki þín kona né min. Okkar kon- ur eru heilagar! Eg tala aðeins um konur annarra manna. Eg held mér við þá skoðun, að ein kona sé dásam- leg, en tvær konur séu ægilegar. Ilvers vegna-? Vegna þess að ég hef komizt að raun uin, að tvær konur geta aldrei komið sér fyllilega sam- an, nema samkomulagið sé á kostnað

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.