Samtíðin - 01.05.1942, Síða 21
SAMTÍÐIN
17
þeirrar þriðju. Ég hef oft verið spurð-
ur, hvernig ég hafi öðlazt skoðanir
mínar á kvenfólki. Og svar mitt hef-
ur verið á þessa leið: „Ég Iief heyrt
konur tala um annað kvenfólk, og
ég er á sama máli og þær í þeim efn-
um. Karlmenn segja ekkert það lmíf-
ilyrði um kvenfólk, sem þeir hafa
ekki áður látið fjúka um karlmenn.
Konur tala vel um kvenfólkið al-
mennt, en aftur á móti illa um ein-
stakar konur. Þetta er alltaf viðkvæð-
ið hjá þeim: „Allar konur eru dásam-
legar." En þegar við spyrjum: „Hver
til dæmis?“, svara þær: „Allar.“ Við
krefjumst þess að vita, hverjar átt sé
við og segjum: „Til dæinis ungfrú
G. ?“ — „Uss, ertu galinn! Hún er
svo agalega heimsk“ — og þar fram
eftir götunum. Þannig eru svörin á-
vallt. ^
En þegar konur tala um glæsilega
karlmenn, virðast þær eiga mildu
liægara með að koma sér saman um
hvern einstakling. Þess vegna er leitt
til þess að vita, að þær skuli ekki
gera karlmenn oftar að umræðuefni
sinu en raun er á. En þær tala nærri
því alltaf um annað kvenfólk.
Ég álí't, að kona, sem er góð hús-
móðir, geti varðveitt farsæld hjóna-
bandsins lengur en miklu fegurri eig-
inkona, sem ósýnt er um liúsmóður-
störf. Kvenleg fegurð á fyrir sér að
dvína, en yndislegt heimili verður
eiginmanninum þvi kærkonmara
sem hann nýtur þess lengur. Samt er
ekkcrt eins dásamlegt í heiminum og
3ð horfa á fagra og vel húna konu.
E*ú hefur ef til vill verið niðursokkinn
> sam.tal um fegurð lista eða hók-
Jnennta, En i sama vetfangi og hún
kemur inn í stofuna, fer samræðan
öll út um þúfur. Hin fagra og vel
klædda kona dregur að sér alla al-
livgli þína, rétt eins og öll birtan í
stofunni liefði fallið á hana eina. Hún
sezt stillilega og kurteislega og stvð-
iir hanzkaklæddri hönd undir kinn.
Ekki er hún fvr selzl en hún segir í
hálfum hljóðum: „Fvrir alla muni
haldið þið áfram að tala saman. Ég
er svo hrifin af því, sem þið voruð
að tala um!
Og þarna situr hún með þvílíkum
merkissvip, að það- er rétt eins og
hún skilji hókstaflega allt milli him-
ins og jarðar. Meðan á samlalinu
stendur, kinkar hún við og við kolli
með þvílíkum athyglisvip, að svo
virðist, sem hún hlátt áfram hlusti
með lifi og sál á hvert einasta orð,
sem sagt er. En um hvað haldið þið,
að hún sé að hugsa? Til dæmis: „Nú
hefði ég átt að vera með svarta liatt-
inn minn. í raun og veru klæðir liann
mig miklu betur en hatturinn, sem ég
er með núna.“
Ég hef hugsað mikið um kvenfólk
árum saman, og þegar allt kemur til
alls, álít ég, að konur eigi sér einn
ægilegan hæfileika, sem ég get aldrei
fyrirgefið þeim, og hann er þessi:
Þær geta laðað okkur karlmennina
að sér með ómótstæðilegum og óút-
málanlegum yndisþokka og gert okk-
ur alveg örvita af ást til sín!
ANNIG fórust þessu heims-
fræga eftirlætigoði frakknesku
kvenþjóðarinnar, Saseha Guitry, orð
á dögunum. Viðhúið er, að dómur
hans um kvenfólkið eigi fyrst og
fremst við vinkonur hans i París.