Samtíðin - 01.05.1942, Page 29

Samtíðin - 01.05.1942, Page 29
SAMTlÐIN 25 Bókarfregn Heðin Brú: FEÐGAR Á FERÐ. Aðalsteinn Sigmundsson þýddi. Vikingsútgáfan, Reykjavík 1941. Snemma á s. I. ári kom út færeysk skáldsaga, Far, veröld, þinn veg, efl- ir Jörgen-Frantz Jacobsen, og var svo vel tekið, að hún seldist upp á fáum vikum. Fyrir jólin kom svo út önnur færeysk skáldsaga, Feðgar á ferð eftir Heðin Brú, og iiefir einnig verið vel tekið. Aðalsteinn Sigmunds- son liefir þýtt báðar bækurnar, en Víkingsútgáfan gefið þær út mjög prýðilega. Feðgar á ferð er t. d. prýdd ágætum landslagsmyndum frá Fær- eyjum. Heðin Brú er fyrirferðarmesli skáldsagnahöfundur Færeyja. Er þetla fjórða og nýjasta bók hans. Fyrri skáldsögur lians, Lognbrá og Fastatckur, iiafa verið þýddar á sænsku og dönsku, en auk þeirra liefir hann gefið út smásagnasafn, Fjallaskuggin. — Hann lieitir réttu nafni Hans Jacob Jacöbsen, er fer- tugur að aldri, hefir lokið námi í búnaðarháskólanum danska, og er nú búnaðarmálastjóri Færeyja. Vegna starfs síns ferðast hann mik- ið um eyjarnar og alhugar þá fólkið og þjóðlífið, og ekki sizl mál fólksins. Hann er kiminn, glöggur á sérkenni, afburða stílhagur og skrifar flestum mönnum fegurra og fjölbreyttara færeyskt mál. Feðgar á ferð lýsa gamalli kvn- slóð, sem nú er að hverfa í Færeyj- um, liugsunarhætti hennar og vana- festu, kostum hennar og brestum, ALLS KONAR rafvéla- viðgerðir VIOGfíRÐIR OG NÝLAGNIR I V ERKSMIÐJUR, HÚS OG S.KIP. H.f. SEGULL Verbúðunum Reykjavík

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.