Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 7
SAMTiÐIN Febrúar 1944_Nr. 99 11. árg., 1. hefti ÚTGEFANDI: SIGURÐUR SIÍÚLASON MAGISTER. UM ÚTGÁFUNA SJÁ BLS. 32. TT INN ÞJÓÐKUNNI brautryðjandi yor á sviði íþróttamála og líkamsmenn- ingar, Jón Þorsteinsson íþróttakennari, hefur nýlega sent frá sér bók, sem hann nefnir Vaxtarrækt. Þetta er kennslu- bók eða öllu fremur handbók fyrir hvern þann fslending, sem annt er um líkama sinn, ómissandi æskunni, sem enn er á vaxtarskeiði og því háð alls konar að- steðjandi gelgjuskeiðssjúkdómum. Öldum saman gerði hin langkúgaða íslenzka þjóð ærið smáar kröfur til lífsins. Hungrað fólk, sem lagði sér skóbætur til munns, átti sér ekki æðri líkamlega hugsjón en þá, að fá eitthvað ætt að éta. Þeir snauð- ustu horféllu. Harðgerðari hluti þjóðar- innar tórði. Nú er sú öld runnin upp, er menn hafa nóg að bíta og brenna. Þjóðin hefur með bættu viðurværi blásið í sundur. Hið þrælkaða kyn er að verða hávaxið og frjálsmannlegt. Víðtæk íþrótta- starfsemi er hafin víðsvegar í þessu strjál- býla landi. En fiölmargt er enn vanrækt. Þess verður ekki með sanngirni krafizt, að sú þjóð, sem oft og einatt eygði þann möguleika aðeins í hillingum að seðja hungur sitt, hafi enn gert sér það ljóst, hvaða mataræði sé henni hollt. En nú hefur hinn merkilegi félagsskapur, Nátt- úrulækningafélag ísla.nds, hafizt handa um að kenna fólki, hverra fæðutegunda því beri að neyta og hverjar að varast. Þar með er sú alda vakin, sem ekki mun verða lægð, enda þótt hún eigi fyrir sér að steyta á ýmsum skerjum þröngsýni, tregðu og heimsku. Jón Þorsteinsson íbróttakennari er mað- ur, sem íslenzka þjóðin getur verið stolt af að eiga. Vér erum vanir bví. fslend- ingar. að vér séum dregnir í dilka eftir sérstökum Iit. Sá maður, sem ekki ber ákveðið mark á enni sér, er í augum fjárhirðanna tæplega á vetur setjandi, hvað þá meira. Á íslenzkum vettvangi fyrirfinnst meiri mannfyrirlitning en þeir menn eiga auðvelt með að gera sér grein fyrir, sem hafa í huga sér alla sögu þjóð- ar vorrar og vita, að þjóðin er ekki annað en stór fjölskylda. Þessari fjöl- skyldu a 11 r i langar Jón Þorsteinsson til að leiðbeina með bókinni Vaxtarrækt. Honum er það ekki nóg, að hafa árum saman starfrækt stærsta og veglegasta íþróttaskóla landsins, lagfært og læknað hryggskekkju ótal ungmenna og veitt þús- undum manna aukna hollustu í gufubað- stofu sinni, heilsulind, sem forráðamenn höfuðsta.ðarins virðast ekki hafa haft vit á, að sjálfsagt væri að starfrækja í sam- bandi við Sundhöll Reykjavíkur. Jón vill með fyrrnefndri bók veita allri íslenzku þjóðinni kost á að hagnýta sér það, sem hann mundi aldrei geta kennt nema nokkr- um hluta hennar í íþróttasölum sínum. Hann segir í formála bókarinnar: „Síð- an ég fór fyrst að iðka líkamsæfingar, finnst mér, að kennarar mínir hafi eink- um beitt athygli sinni að tvenns konar ágöllum á vexti nemenda, aflöguðu baki og bringu. Þeir hafa reynt að ráða bót á þeim, sem frekast mátti verða. — Löng re.vnsla hefur sýnt, að með réttu æfinga- vali og kennsluaðferðum má bæta úr ýms- um vaxtarlýtum, ekki hvað sízt þeim, sem stafa af skekkjum á hryggnum. Fyrir alla, sem skekkjast og vaxa illa, er þetta mjög mikilvægt. Hitt er þó engu minna vert, að alla jafna er hægt að koma í veg fyrir þess konar lýti, ef iðkaðar eru, helzt dag- lega. leikfimisæfingar, sem stefna að því að liðka hrygginn og styrkia bakvöðvana. Hér er lýst nokkrum slíkum æfingum. Þær eiga að vera vörn gegn hryggskekkju og öðrum skvldum vaxtarlýtum. og í þeim tilganai er bókin samin.“ — Samtíðin vill ráða öllum til að lesa þessa bók.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.