Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 27
SAMTIÐIN
23
Tvær kærkomnar bækur
Þorsteinn Erlingsson: Þyrnar. Fjórða
prentun aukin. Sigurður Nordal gaf út.
Helgafell. Reykjavík 1943. CIV + 399 bls.
ÞÆR VONIR ætla fljótt að rætast, að
Helgafells-útgáfan verði brátt önd-
vegis-bókaútgáfufyrirtæki á landi hér, og
eru þó aðeins fá kurl komin til grafar af
ritum þeim, er hinn stórhuga forstjóri
forlagsins, Ragnar Jónsson, mun ætla því
að senda frá sér i náinni framtíð. Hér
fyrir framan mig liggur ein af bókum
Helgafells, Þyrnar, hvorki meira né minna
en einhver vinsælasta og áhrifamesta
ljóðabók á íslenzka tungu, með snilldar-
legri 104 bls. ritgerð um höfundinn, Þor-
stein Erlingsson, eftir próf. Sigurð Nordal.
Þorsteinn Erlingsson „var listaskáld og
einn þeirra fáu andans manna, sem þessi
fátæka jajóð á“, segir Sigurður skólameist-
ari Guðmundsson. — Ég lit svo á, að verk
Þorsteins séu sá bókmenntaarfur, sem
hver ný kynslóð íslenzkra manna verð-
ur að heimta af sér að kynnast rækilega,
ef hún á ekki að fara á mis við snaran
þátt af þvi hezta og fegursta, sem sagt
hefur verið á tungu vora. Með ljóðum
sinum styrkti Þorsteinn og göfgaði hina
íslenzku þjóðarsál. Með heillandi kveð-
andi Ijóða sinna, söng hann fegurð og
unað hinnar lynggrónu hlíðar inn í hugi
íslendinga. Hann losaði fólkið við hleypi-
dóma og glæddi réttlætiskennd þess og
meðaumkun með litilmagnanum. Er vér
hugsum til þeirra lífsskilyrða, sem þessi
meistari orðsins átti við að búa, blöskr-
ar oss skammsýni þeirra manna, er leyfðu
sér að tala um sóun á opinberu fé í
sambandi við smánarlegan skáldstyrk til
hans. Hvers vegna var Þorsteini ekki gert
kleift að yrkja meira? Vissu menn ekki
fyrir þrem áratugum, að tilvera þjóðar
vorrar og virðuleiki byggist fyrst og
fremst á andlegum afrekum hennar? Ég
man ekki betur en að merkur útlending-
ur kæmist svo að orði við andlát skálds-
ins: „Sögueyjan harmar Þorstein skáld
Erlingsson“. Nú hafa íslendingar ef til
VICTOR
l/efnaðarvöruverzlun
Laugavegi 33 Sími 2236
Hefir á hoðstólum alls konar
vefnaðarvörur og fatnað á
d ö m u r,
h e r r a
°g
b ö r n.
•
Góðar vörur!
Fjölbreytt úrval!
Netagerð
Björns Benedikts onar
Reykjavík. Símar 4607 — 1992
Býr til og selur:
Snurpunætur — síldarnet — loðnu-
nætur — botnvörpur — dragnætur
fyrir ýsu, kola og þorsk. — Ennfrem-
ur: Kassanætur. — Netakúlupoka. —
Tennisnet. — Annast viðgerðir og
litun á veiðarfærum.