Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN ar, þegar ég var að flytja fyrirlestra við háskólann í Chicago, var ég lialcl- inn hinni nagandi óvissu. En örlaga- þráðurinn var spunninn áfram. Hinn fyrsti hláþráður var ógæfa vor. Hjá mér var reikningsskekkja. Ég trúði eigi, að Hitler mundi hremma alla Tékkó-Slóvakíu, fyrr en hann hefði hervæðzt að fullu til hildar- leiksins mikla. Ég hélt iiann eigi svo heimskan, að hann léti það sannast í marz 1939, að Múnchen-sáttmálinn væri einskis virði.“ Bæði Masaryk og dr. Benes hefur ætíð dreymt um lýðfrjálsa Evrópu. Þjóð þeirra hefur verið heiminum siðferðileg fyrirmynd í deilum nú- timans. Hún drap sig úr dróma á- nauðarinnar og var frjáls um skeið, en var síðan hneppt í ógnarfjötur harðstj órn arinn ar. Benes er framtíðin rik í hug. Hann segir ,j£g er of raunsær til að hampa tuggðum talsháttum. Þegar fólk er að masa um handaríki heimsins eða bandariki Evrópu, veit ég, að slíkt getur eigi borið svo hráðan að. Það er eigi liægt að samræma lýðræði og lénsskipulag. Lénsdómur er enn þá í sumum hlutum Evrópu. Þar eð vér getum eigi troðið braut vora til haka, verða hinir að þokast nokk- uð á leið. Þegar almennum skilningi og við- urkenningu á undirstöðuatriðum er náð alls staðar í Evrópu, er hægt að mynda lífræna, skipulagða heild. Það mundi verða fálm, sem endaði með ósköpum, ef einungis væri reynt að tengja ólíkar þjóðir vél- rænum höndum. Þótt ég sé hlynnt- ur handaríkjum Evrópu, sem líktust Bandaríkjum Ameríku, er ég viss um, að Evrópa er ekki undir slikt búin. í framtíðinni verður lnin að þroskast fremur á braut einingar og bandalags en þjóðernisdýrkunar, ef vel á að fara. En stundum verðum við að liugsa um hið raunverulega ástand og möguleika meginlandsins á hinni líðandi stund. Við verðum að hugsa um skipulag, sem mun efla, en ekki slæva, sem mun varð- veita, en ekki eyðileggja þjóðleg verðmæti. Veruleikinn er sá, að þjóðernis- marghreytni Evrópu er hinn snar- asti þáttur i stjórnmálum vorum. Smáþjóðirnar verða ekki afmáðar. Þær eru staðreyndir. Við þær stað- reyndir verðum við að fást. Árið 1918 fannst þjóðunum, að endanlegur sigur væri unninn og að framtíð lýðræðisins væri tryggð. Á- greiningsmál styrjaldarinnar voru augljós. Hún var harátta við heims- veldis-, hernaðar- og einveldis- stefnu. Árangurinn var kollvörpun fjögurra ríkisheilda; meðal þeirra voru ríki Hohenzolla og Habsborg- ara. 1 Rússlandi og Mið-Evrópu urðu djúptækar þjóðfélagsbyltingar. í Þýzkalandi var aðeins skipt um for- ystumenn Hohenzolla. Junkararnir, herinn og aðstoðarlið þeirra voru eftir sem áður öllu ráðandi. Bylting Þýzkalands var þá eigi framkvæmd. Það biður hennar í dag. Styrjöldin 1914—T-8 var hin end- anlegu skuldaskil aðgerðanna 1815, — sigur hins wilsonska lýðræðis á síðustu leifum liinnar aldargömlu einveldisupplausnar Vínarfundar- ins. Konungsríkjunum var tortímt.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.