Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN 5 brotnaði, en ökufantinn sakaði ekki. Ekkert verður fullum að fjörtjóni! Gamall maður varð fyrir manni á reiðhjóli í gær á Eiríksgötu. Fékk heilahristing. Ivona datt í hitaveitu- skurð í nótt, en komst sjálfkrafa upp úr aftur. Hvað var manneskj- an að gera úti um miðja nótt? Eldur „varð laus“ í hænsnakofa inni i Sogamýri í gærkveldi. Slökkviliðið óðara komið á vettvang og búið var að kæfa eldinn, áður en nokkurt tjón verður. Allt saman smáfréttir með eindálka fyrirsögn. Betur má, ef duga slcal. Og stundum lumar lögreglan á mergjaðri fréttum. Eitt, meðal annars, er blaðamann- inum nauðsynlegt: að finna, hvar feilt er á stykkinu, livað er frétt- næmt og livað ekki. Það er haft eftir erlendum ritstjóra, að þó að hundur bíti mann, sé það engin frétt. En ef maður bíti hund, þá sé það frétt. Auðvitað er það talsverð frétt, ef sjómenn lirekjast á fleka sólarhringum saman úti fyrir Aust- fjörðum, en ef það keniur fyrir, þegar sjómennirnir eru að örmagn- ast af hungri og þorsta, að kópur skriður upp á flekann til þeirra og allt að því býður þeim kjöt sitt til matar og blóð sitt til drykkjar, þá er það stórfrétt, nærri þvi furðu- frétt: tveggja dálka fyrirsögn, ekki að tala um annað, mætti vera þriggja dálka, ef litið er um fréttir. Varla er það meira en eindálka frétt, þó að kvikni í illa verkuðum heyrudda auslur á Ej'rarbakka eða Stokks- eyri. En ef svo vildi til, að hern- aðarflugvél væri að sveima þarna yfir, flugmennirnir sæju eldinn, kæmu skejdi „til jarðríkis“, slökkvi- lið setuliðsins brygði við liart og títt, snaraði sér á brunastaðinn og bjargaði næstu liúsum frá því að verða éldinum að bráð, þá er óbætt að setja tveggja dálka fyrirsögn á fréttina. En nú heimtar prentsmiðjan próf- arkir til leiðréttingar, og engin er miskunn hjá Magnúsi. Þær hafa safnazt fyrir, meðan verið var að safna fréttunum, og nú verður að lesa þær í flýti. Það er því engin furða, þó að hinn hvimleiði prent- villupúki geri blaðamanninum marga slæma skráveifu. En stund- um er bann glettinn og býr til fyndn- isyrði, þar sem blaðamanninum dalt sízt í hug að taka á andríkinu. Og ekki er öll nótt úti enn. Nú er eftir að „brjóta um“, raða efn- inu í blaðið. Það er nosturssamt starf og krefst smekkvísi, ef blaðið á að líta vel út. Loks þarf að renna augum yfir blaðið, þegar það kem- ur úr prentvélinni, en að því loknu fer það út á götuna eða til áskrif- enda, sem lesa á fimm eða tíu mín- útum það leslrarefni, sem blaða- mennirnir liafa sveitzt blóðinu í lieilan dag við að viða að sér og gera svo frambærilegt sem hæfi- leikar og geta hvers eins framast leyfðu. Fjarri fer þvi, að öll störf rit- stjórnarinnar séu hér með talin. Ritstjórinn situr kófsveittur yfir leiðaranum og vegur og metur í hug- anum, hvað hj'ggilegt sé að segja, og livað bezt sé að láta ósagt. Erlendi fréttamaðurinn situr í ofvæni við viðtækið og er allur orðinn að blust-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.