Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 23

Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 23
SAMTlÐIN 19 undrun, og ókyrrð fer um allan áhorfendaskarann. Hér dregur til stórtíðinda í íþróttasögunni: Ung- lingurinn eykur ferðina með þeim ódæmum, að hann geysist fram úr heimsmeistaranum og sigrar hann með fimmtíu álna yfirhurðum! Nokkrum klukkustundum síðar barst fregnin um sigur Gunders Hággs á öldum ljósvakans út um heiminn, og nafn hans birtist í fyr- irsögnum stórhlaðanna. Síðan hef- ur hver sigurinn rekið annan, og eins og sakir standa er Hágg heims- meistari í öllum 1 mílu—5000 metra lilaupum. Menn telja hann óhikað mesta hlaupara vorra tíma — miklu fremri Finnanum Paavo Nurmi — og er þá mikið sagt. EGAR Gunder Hágg kom til Bandaríkjanna, vissu menn að vísu, að liann var afburðahlaupari, og allir sérfróðir menn á sviði íþróttamála vestur þar könnuðust við eftirfarandi heimsmetaskrá hans frá 1942: 1500 metrar í Stokkhólmi í júlí 1942 ....... á 3 min. 45,8 sek. 2000 metrar í Östersund i ágúst 1942 ....... á 5 min. 11,8 sek. 3000 metrar í Stokkhólmi í ágúst 1942 ....... á 8 min. 1,2 sek. 5000 metrar í Gautaborg í sept. 1942 ....... á 13 min. 58,2 sek. 1 ensk míla í Stokkhólmi i sept. 1942 ....... á 4 mín. 4,6 sek. 2 enskar milur í Stokkhólmi i júlí 1942 ........ á 8 min. 47,8 sek. 3 enskar mílur í Gautaborg i sept. 1942 ..... á 13 min. 32,4 sek. En þrátt fyrir þessar tölur, fannst stórþjóðinni vestan hafs einhvern veginn óhugsanlegt, að fulltrúi sraá- Nú getið þér loksins eignazt bókina, sem hefir verið ófáanleg í mörg ár: ÞYRNA ÞORSTEINS ERLINGSSONAR í nýrri vandaðri úígáfu meS rúinl. ioo bls. inngangsritgerð um skáldið og verk hans eftir próf. Sigurð Nordal. V é 1 s m í ð i E 1 d s m í ð i Málmsteypa S k i p a- o g V élaviðgerðir

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.