Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 11
SAMTlÐIN 7 ið til annarra starfa, eins og' kunn- ugt er. Á síðustu árum hefur orðið dá- litil nýlunda í íslenzkri blaða- mennsku, sem lengi hefur þó tíðk- azt erlendis og orðið mjög vinsæl þar, sem sé smáletursblaðamennsk- an. Fyrstur reið á vaðið Hannes á Horninu (Vilhjálmur S. Vilhjálms- son) í Alþýðublaðinu, og urðu pistl- ar hans brátt mjög vinsælir. Næst- ur kom Víkverji Morgunblaðsins (ívar Guðmundsson) og loks Scru- tator Vísis (Bjarni Guðmundsson), með hinn skemmtilega förunaut sinn fsak fsax. íslenzku hlöðin hafa löngum liaft tilhneigingu til þess að fara eftir almenningsálitinu fremur en að skapa almenningsálit, og hefur það þótt vænlegra til vinsælda. En sam- kvæmt minni skoðun eru íslenzkir hlaðamenn þar á villigötum. Fólkið á ekki að ala blöðin ujjp, Iieldur hlöðin fólkið. Þess vegna hvílir mik- il áhyrgð á blaðamönnunum, og aldrei verður val þeirra of vel vand- að. í stað þess að hamra á lyginni, þangað til henni verður trúað, eiga þeir að segja satt, og sannleikann þarf vissulega ekki að tyggja oft upp. Blaðamenn vorir eiga aldrei að Ijá sig til starfa, sem þeim er þvert um geð að vinna. Þeir ættu sem oftast að hafa hugfast orðtak Þorleifs gamla Repps: „Gaa aldrig paa Accord med Sletheden“, sem Stephan G. Stephansson íslenzkaði á þennan hátt: „Vertu aldrei vinnu- maður varmennskunnar.“ Geri þeir það, mun vel fara, og íslenzk blöð hefjast til virðingar á ný. Farsæls árs óskar Samtíðin öllum lesendum sín- um nær og fjær, um leið og hún byrjar 11. árið. Margar hlýjar kveðj- ur hafa henni borizt í tilefni af 10 ára afmæli ritsins, og þökkum vér alla þá vinsemd. En vér geymum oss sjálfir allt tímamótatal, þangað til Samtíðin verður 25 ára. Samtíðin hefur að undanförnu kostað 10 krónur á ári, og er það sama verð og tvö jólakort kostuðu fyrir síðastliðin jól í Reykjavík! Þetta árgjald, sem mun eindæma lágt liér á landi og er mörgum sinn- um lægra en verð ámóta stórrar bókar, getur ekki haldizt lengur, enda hafa sumir liðir útgáfukostn- aðarins allt að því sjöfaldazt og eng- ir minna en þrefaldast. Með sam- þykki verðlagsstjóra mun Samtíðin því frá s.I. áramótum hækka upp í 15 krónur á ári. Er hún því enn ódýrasta tímaritið, og vonandi verð- ur hægt að lækka hana ofan í 1 0 k r ó n u r á ný, er verðlag færist aftur í skynsamlegra horf. Vér vænt- um þess, að allir áskrifendur rits- ins skilji, að þessi litta hækkun er beinlínis skilyrði þess, að ritið geti haldið áfram að koma út, og bregði nú ekki trúnaði við það, er það berst við ótrúlega örðugleika af völdum dýrtíðarinnar. Öll önnur rit hafa hækkað i verði fyrr en Samtíðin og flest miklu meira. En ef til vill verð- ur hún fyrst allra þeirra til að lækka verðið á ný. Virðingarfyllst, Útgefandi.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.