Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN um. Allt gengur eftir áætlun í Rúss- landi, eins og vant er. Nú, livenær kemur þessi asskotans innrás í Nor- eg, Niðurlönd, Frakkland eða jafn- vel Danmörku. Það er engin frétt í þessu déskotans brambolti þarna suður á ítalíunni. Og búið að tvi- stela Mússólíni fyrir löngu. Flest eru menn nú farnir að ágirnast! Æ, „mikið er Rússans grimmd frábær“. Hvað er orðið af áttunda bernum? Skyldi bann sitja að rauðvíns- drykkju í Vatíkanskjallaranum hjá páfa? Hvernig skvldi þeim ganga við Salamaua? Fjandans truflanir eru þetta! En allt í einu koma mikil tiðindi. Einar Benediktsson er látinn. Dauð- inn gerir ekki boð á undan sér, og það er búið að jarða höfuðskáldið svo oft, að fyrirgefanlegt er, þótt við látum bann deyja aftur. Nú er uppi fótur og fit á ritstjórnarskrifstof- unni. Það er orðið framorðið, vél- arnar bíða, blaðið er að fara í prent- vélina, það er aðeins skilinn eftir auður dálkur fyrir grein um Einar skáld Benediktsson látinn. Nú þarf að vanda sig „og aldrei hefur ver- ið rekið meira á eftir. Hver er kunn- ugastur ljóðum skáldsins? Ekki er um það að ræða, einliver af rit- stjórunum verður að setjast niður „med Dödsforagt“ og byrja að skrifa. Helzt vill hann reyna að söðla Pegasus, en þessi dintafjandi er einbvers staðar úti í haga, ljón- styggur og bæði slær og bitur. Það næst ekki einu sinni eitt bár úr tagl- inu á honum. En livað um það, greinin verður að vera tilbúin eftir bálftima. Gott á Einar Benediktsson að vera dauður, en blaðamaðurinn befur sig lítt í frammi næstu daga. Útliti íslenzkra blaða befur stór- um farið fram á síðustu árum. En ritleikni blaðamannanna befur brakað, og er það vinnuhraðinn og starfsskilyrðin, sem valda þvi, að miklu leyti. í íslenzku dagblaði kemur það varla fyrir nú orðið, að setning sé orðuð á þann liált, að bún festist i minni. Blöðin eiu gleymd um leið og þau eru gleypt. Menn spyrja að vonum: Hvar eru andlegir arftakar binna gömlu, snjöllu blaðamanna, Björns Jóns- sonar, Jóns Ólafssonar, Valdimars Ásmundssonar, Forna gamla og séra Guðmundar að vestan. Æi, já, hvar eru þeir? Þó eru nú uppi fáeinir blaðamenn, sem kunna að halda á penna, ef á liggur. Enginn mun lil dæmis neita þvi, að Jónas Jónsson kunni að balda á penna, þótl bæp- ið sé að telja liann fyrst og fremst blaðamann. Þá má telja Árna frá Múla slyngan mann á vettvangi ís- lenzkrar blaðamennsku. Bæjarpóst- ur Þjóðviljans er oft vel og skemmti- lega ritaður og afmælis- og minn- ingargreinar Valtýs Stefánssonar í Morgunblaðinu stinga oft þægilega í stúf við flest það, sem birtist í íslenzkum dagblöðum af slíku tagf, og er þó ekki vandalaust að fást við slík efni, svo margþvælt sem það er orðið. Af blaðamönnum ut- an Reykjavíkur man ég belzt eftir Ingimar gamla Eydal á Akureyri, sem einkar pennaslynguni manni, og á sínum tíma þótti Jónas Þor- bergsson ekki aldæla við að fást í ritdeilu, en hann hefur nú horf-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.