Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 18
14
SAMTlÐIN
manna, og þó voru þeir sannköll-
uð mikilmenni á sviði stáls og blóðs.
— Að vísu, anzaði prestur, — en
það hefur verið uppi svo mikill ara-
grúi af herforingjum og stjórnend-
um, síðan heimurinn var skapað-
ur, eins og þér vitið. Það er sann-
arlega enginn hægðarleikur að muna
eftir þeim öllum fyrir ólærða menn,
á ég við. — Hann leit afsakandi á
sagnfræðinginn og bætti við: — Ó-
dauðleiki er undarlegt hugtak. Það
virðist vera ómögulegt að skrá það
með blóði í sálir fólksins. Hann
staldraði við hjá litlum og fornleg-
um legsteini. — Hér hvílir nú ótigin
kona, sem öðlazt hefur ódauðlega
frægð á mjög óbrotinn og einfald-
an hátt. Hún hét Anna Brown.
— Þekktuð hér hana? spurði sagn-
fræðingurinn.
Presturinn leit á hann, og í svip
Iians brá fyrir hálfgerðri undrun.
— O, ekki get ég nú sagt það,
mælti hann lágt. Það eru 300
ár, síðan hún dó.
— Hnndfjandinn þinn beit mig
i öldann!
— Gaztu kannske búizt við, að
smáhvolpur gæti bitið þig á bark-
ann?!
Heiðruðu áskrifendur!
Með þessu hefti Samtíðarinnar er ár-
gjaldið í ár, 15 krónur, fallið í gjalddaga.
Reykvíkingar og þeir Hafnfirðingar, sem
hér eru á ferð, eru vinsamlega beðnir
að borga áskriftargjöld sín á einhverjum
þeirra þriggja greiðslustaða, sem nefndir
eru neðst á bls. 32. t>ér léttið útgáfu-
starfið að miklum mun með því að greiða
áskriftargjald yðar nú þegar.
INGÓLFUR DAVÍÐSSON:
Helgi magri
[Tileinkað Eyfirðingafélaginu í Reykjavík,
birt hér með leyfi höfundar.]
Helgi magri — sögur segja
sigldi út að nema lönd;
fyrsta bæ við fjörðinn Eyja
forðum reisti’ á Árskógsströnd.
Fönn um haustið hlóðst að moldu.
Helga þóttu veðrin hörð;
áður gisti írska foldu
ársins hring leit græna jörð.
Sólarfjallið röðull roðar,
rís það hátt við fjarðarströnd;
Helgi þaðan hérað skoðar
hríðarminni dalalönd.
Flutti innar — fældist snjóinn
fór í Kristnes með sitt bú;
ýtum virðist út við sjóinn
engu minni föngin nú.
Þegar vorið vekur blómin,
vaknar þrá í huga mér;
fuglasöng og fossaróminn
flytur heiman blær með sér.
Meðan ár að ægi líða —
urtir vaxa — sólin skín;
heim í Eyjafjörðinn fríða
fýsir jafnan börnin þín.
Beztu kaupin
gera allir í verzlun
Guðjóns Jönssonar
á Hvérfisgötu 50
Sími 3414.