Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN
17
ur nefnt, ber saman um, að skræl-
ingar og eskimóar sé sami þjóð-
flokkurinn og þarf varla að efast
um slíkt. Eskimóar er Indiánamál
°g þýðir hráætur. Það táknar þá,
sem éta hrátt kjöt. Ekki nær þetta
betur einkennum flokksins en orð-
ið skræiingar, og sizt tel ég það
virðulegra.
SKORDÝRIN eru ægilegasti óvinur
mannkynsins. Þau valda helmingi
allra dauðsfalla hér á jörðu. Árlega eyði-
leggja þau matvæli, sem nægja mundu
200.000.000 manna ævilangt.
Enda þótt öllum mönnum þyki skor-
dýr ærið hvimleið, líta fæsth- á þau sem
annað en óþægindi, og því mun mörgum
koma það aigerlega á óvart, hvílíkir skað-
ræðisgripir þau eru í raun og sannleika
og að vísindin verða að heyja látlaust
stríð við þau.
AUur gróður á i vök að verjast fyrir
þessari skordýraplágu. Heilir byggakrar
eru oft lagðir i auðn af vissum flugum.
Sama máli gegnir um aðrar korntegund-
ir og hvers konar matjurtir. — Talið er,
að um það bil 1.000.000 tegunda af skor-
kvikindum fyrirfinnist i heiminum. Flest-
ar eru þær óvinir mannkynsins. Enda
þótt öllum hugsanlecum, visindalegum
ráðstöfunum hafi verið beitt gegn þessum
skaðræðisskepnum, vinna þær sí og æ
ógurlegt tjón. Striðið við skorkvikindin
er í raun og veru háð um það, hvort
l>au eða mannkynið eigi að drottna yfir
þessum hnetti. Ætli það væri ekki held-
ur viturlegra, að mannkynið legði fram
óskipta krafta sína gegn óvinum sínum
en hitt, að það berist sífellt á banaspjót-
um i innbyrðis styrjöldum?
Alla daga stend í stað,
streittur við að selja.
Ánægður ég er með það.
Aðrir mega velja.
Bókmenntagetraun
Samtíðarinnar
í hvaða fornsögum er sagt frá
þessum persónum? (Svörin eru á
bls. 29).
1. Þorgilsi gjallanda.
2. Steingerði Þorkelsdóttur.
3. Hrolleifi mikla.
4. Sámi Bjarnasyni.
5. Bergfinni stýrimanni.
TT ÆFILEIKINN til þess að una glað-
* 1 ur við hlutskipti sitt í lífinu er ekki
svo mjög undir því kominn, að eiga sér
auð fjár eins og hinu, að kunna að taka
öllu þvi, sem að höndum ber með still-
ingu og bjartsýni. Við verðum að þrosk-
asl smám saman, hægt og rólega. Við eig-
um ekki að geysast móti örðugleikunum
og ráða niðurlögum þeirra með hugarfari
skylmingamannsins, heldur eigum við að
biða róleg komu þeirra og sigrast sið-
an á þeim. Látum jafnan hverjum degi
nægja sina þjáning.
John Kennedy.
ÓÐVILD er höfuðkostur á hverjum
manni. Hún hefur afarmikil áhrif
á framvinduna i veröldinni og er bein-
línis höfuðskilyrði fyrir þvi, að vinátta
geti tekizt með mönnum. Þröngsýnir menn
eru sjaldan gæddir góðvild til annarra.
Til þess skortir þá þetta, sem er svo mik-
ils virði: að hafa opinn hug, sem er mót-
tækilegur fyrir áhrifum frá öðrum.
Arnold Bennett.
Góðir skór þurfa gott viðhald. —
Landsins beztu skóviðgerðir hjá okk-
ur. — S æ k j u m. S e n d u m.
SIGMAR&SVERRIR
Grundarstíg 5* —• Sírni- 5458.