Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN lánds, sverð þess og skjöldur, og þjóðarinnar um áratugi. Vér minn- umst hinna djörfu orða, er forsetinn mikli mælti: „Vér mótmælum allir.“ Aldrei hefir saga íslands náð hærra en á þessu augnabliki, og aldrei hafa orð verið töluð á íslenzka tungu, er afdrifaríkari urðu i nærfellt heila öld. Þau urðu að sigurópi, er fluttu íslendingum að lokum hin lang- þráðu úrslit eftir aldalanga baráttu. Og nú er stundin komin. Hve djarf- lega rís nii fáni íslands og blaktir i þyt sunnanvindsins. Hve glæst reisa Islands fjöll tinda sina upp í himinblámann. Það er eins og gnýr- inn í briminu við strendur lands- ins verði háværari eins og fuglarnir syngi hvellari rómi, eins og fossarn- ir steypist með meiri hraða ofan af klettabrúnunum, laxarnir verði enn þá ákafari að leita mót straumi og stikla öldukambana, eins og allt líf fái aukinn mátt og orku. IJfið magnast og streymir fram, og ís- lenzka þjóðin er eins og vegfarinn, er klifið hefir hæsta tind fjallsins að morgni dags eftir að hafa geng- ið um klungur og vegleysur í myrkri næturinnar. Geislar morgunsólar- innar eru að gægjast upp fyrir sjón- deildarhringinn og glóa á efstu brúnum. Göngumaðurinn varpar mæðinni, dregur djúpt andann og teygar tært fjallaloftið. Hann lítur til austurs, þar sem sólin er að koma upp, finnur yl geislanna leika um sig, og fránum augum starir hann fram. Stundin er heilög. Hann veit, að hann hefir náð settu marki — og að nýtt líf er að hefjast. Bókmenntagetraun Samtíðarinnar Munið þér, livaða skáld liafa ritað eftirfarandi setningar og hvar þær er að finna? Svörin eru á bls. 30. 1. „En enginn fór upp í kirkju- garð til þess að gá að, hvort nokkur krans væri kominn á leiðið hans Vöggs.“ 2. „Þar sem jökulinn ber við loft liættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild i himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein ofar hverri kröfu“. 3. „Nú er hann fallinn i valinn. En minningin helzt og geymist eins og steinn í götuskorningi, — mosa- vaxinn, grasgróinn hnöllungur.“ 4. „Yður leggst eitthvað til,“ sagði læknirinn vandræðalegur. „Leggst eitthvað til? Mér hefur aldrei lagzt neitt til.“ 5. „Og heldur hef ég þolað ögn við í dag. En aldrei skilur hún við mig, heimakonufjandinn, algjörlega, fyrr en hún gjörir út af við mig. Nú er hún hlaupin ofan í mjöðm, og síð' an í gær er kominn þarna — finndu, Þórdís mín —, stóreflis hnútur, hann er stærri en nokkurt hai'nshöfuð, æ! æ! — fallega læturðu núna“. Góðir skór þurfa gott viðhald. — Landsins beztu skóviðgerðir hjá okk- ur. — S æ k j u m. S e n d u m. SIGMAR&SVERRIR Grundarstíg 5. — Sími 5458.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.