Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 23

Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 23
SAMTlÐIN 19 kann nú að vera tamt að spyrða sam- an í meira og minna hugsunarleysi og ónákvæmni. En rétt notkun þeirra orða eftir þvi, sem í livert sinn á við, gerir allsendis óþarft að basla við að þýða liið margvikkaða, óþýðanlega hugtak „proletar“ með nokkru einu tilteknu orði á íslenzku. Orðið eftirstríðsár var líðkað mjög fyrir 5—15 árum og sést slundum enn. Það er úr þýzku: Nachkriegs- jahre, sbr. d. Efterkrigsaar. Ekki er átt við neitt eftirstríð, svo að þetta er enn heimskulegra en þegar barns- fararsótt eða sú burðarsótt, sem eftir fæðing getur komið, er kqíluð hálf- dönsku heiti eftirburðarsótt (barns- fararsótt er hið rétta um þá sýki, en barnsfarir á við fæðinguna sjálfa). „Eftirstríðsár“ er því álíka vitlaust og það er ljólt orð. En nú mun mega gera eftirmælin, það virðist liggja sjálfdault við rás tímanna, þvi að þessi ár eru orðin árin milli stríð- anna, millibilsárin. Vonandi er, að enginn velci upp drauginn og fari næst að sýna okkur millistríðaár og eftirstríðaár. Eftirmæli danska orðs- ins praktískur verða þau, þegar það hverfur til fulls, að það hafi verið óglöggt að merkingu og stórbót sé að fá í staðinn íslenzku orðin hentugur, hagkvæmur, hagnýtur, hallkvæm- ur, hagsýnn, heppinn, heppilegur og fjölmörg, sem byrja ekki á h. Eins og íslenzkan þarf tug orða um það, sem á dönsku nefnist liali, höfum við gott af að þurfa oft að velja milli 6-10 orða i staðinn fyrir orðið praktiskur. Einnig verður praksis lögfræðinga (lagaframkvæmd) og FRIHETEN, hin nýja ljóðabók óskaskálds Noregs, NORDAHLS GRIEGS, kom út á þjóðhátíðardegi Norð- manna, 17. maí. — Hún geymir síðustu og snjöllustu ljóð skálds- ins. Kaupið og- lesið þessa bók. Vélsmíði Eldsmíði Málmsteypa S k i p a- o g V élaviðgerðir

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.