Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 35
SAMTtÐIN 31 ÞEIB VITRU ------ ... _ SuGÐP: Það, að fæðast og deyja, eru að- eins smámunir hjá því að giftast. — Dorothy Dix. Stundum verðum við þess vör, að við erum viðstöðulaust að hafa skoð- anaskipti og æsingalaust, en ef ein- hver segir, að það sé rangt, þá rísum við gegn því og forherðum hjörtu okkar, en fyllumst ástríðufullri ást á þeim, þegar einhver ætlað að taka þær frá okkur. Þaö eru auðsjáanlega ekki skoðanirnar, sem okkur er sárt um, heldur er það mat okkar á sjálf- um okkur, sem er í hættu. Smáorð- ið: MITT er mikilsverðasta orð mannlegra viðskipta, og það er upp- haf vizkunnar að vita það. Kraftur þess er sá sami, hvort sem það er maturinn minn, hundurinn minn, húsið mitt, föðurland mitt eða guð minn. Við viljum halda áfram að trúa því, sem við höfum trúað og er- um vön að trúa, og ef sú trú er dreg- in í efa, þá neytum við allra bragða eða undanbragða til þess að halda fast við hana. Þess vegna er mest af svonefndri rökvísri hugsun okkar fólgið í því, að leita að ástæðum fyrir því að trúa því sama, sem við trúðum áður. — James Harvey Ro- binson. Sagan er e k k i um nútíðarmenn, sagan er ekki annað en f o r f e ð- urnir upprisnir — með það, sem þeir höfðu á höndum og í, fram- leiðsluhætti sína, arðskipting og ann- að, sem vart verður skilið frá líkama þeirra né þjóðlíkama þátíðarinnar. — Björn Sigfússon. Nýjar bækur John Steinbeck: Þrúgur reiðinnar. Síð- ari hluti. Skáldsaga. Stefán Bjarman íslenzkaði. 385 bls. Verð 25 kr. ób., 35 kr. íb. Sveinn Pálsson: Ævisaga Bjarna Pálsson- ar. Með formála eftir Sigurð Guðmunds- son skólameistara, en Sigurður L. Páls- son, menntaskólakennari, samdi skýr- ingar og sá um útgáfuna. 115 bls. auk forniála, sem er 52 bls. Verð 20 kr. ób., 32 íb. Einar Guðmundsson: íslenzkar þjóðsög- ur III. I bókinni eru yfir 30 sögur, er höf. hefur safnað. 183 bls. Verð kr. 10.50 ób. Einar Guðmundsson: íslenzkar þjóðsög- ur I. 2. útgáfa. 80 bls. Verð kr. 5.75 ób. Árni Óla: Landið er fagurt og frítt. 34 greinar um land og þjóð. Flestar þeirra hafa áður birzt í Morgunblaðinu og Les- bók þess, en eru hér dálítið breyttar, og sumar birtast hér í fyrsta sinn. 308 bls. með mörgum myndum. Verð 50 kr. íb. Davíð Stefánsson: Vopn guðanna. Leik- rit. 150 bls. Verð 22 kr. ób. Guðrún Guðmundsdóttir: Söngvar dala- stúlkunnar. 48 bls. Verð 15 kr. ib. Wanda Wassilewska: Regnboginn. Saga af þorpi í Úkraínu, hernumdu af Þjóð- verjum. Þessi skáldsaga hlaut Stalín- verðlaunin 1943. Helgi Sæmundsson þýddi. 192 bls. Verð 25 kr. íb. Charles Nordhoff og James Norinan Hall: Saga frá Tahiti. Skáldsaga. Karl ísfeld íslenzkaði. 237 bls. Verð 25 kr. ób., 32 kr. ib. Walter B. Pitkin: Allt er fertugum fært. Sverrir Ivristjánsson þýddi. 140 bls. Verð 15 kr. ób. BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR, Laugavegi 19, Reykjavík. Sími 5055. Pósthólf 392 og útibúið BÓKABÚÐ VESTURBÆJAR, Vesturg. 21.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.