Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 20
16 SAMTlÐIN „Á æskuárum mínum, vorum við ekki vön að standa upp i hárinu á eldra fólkinu,“ segir hann. Ilann gleymir því, að þá sagði afi hans ná- kvæmlega þessi sömu orð við hann sjálfan..... Ellin veikir krafta vora. Hún svift- ir oss unaðsemdum lífsins hverri af annarri. Hún veldur lirörleika bæði líkama og sálar. Hún gerir mönnum örðugt að leggja á tæp vöð og stofna til vináttu við aðra, og að lokum er liún dapurleg vegna umhugsunar- innar um dauðann. LISTIN að verða gamall er í því fólgin að berjast við þessi mein og gera ellina léltbæra þrátt fyrir þau. En er slíkt unnt, ef þau ráðast á likama vorn? Er ellin elcki undir- orpin eðlilegri líkamlegri Ijreytingu, sem ekki verður umflúin? Er ekki hægt að semja dæmisögu, sem heitir: Tréð, sem vill ekki fella blöð sín? Það reynir að halda þeim, festa þau við greinar sínar. En hauststormarnir breyta því í svarta beinagrind eins og hinum trjánum, þegar þar að kemur. Engu að síður hafa siðfágunin og reynslan kennl fólki að verjast elli- mörkunum, enda þótt það fái ekki reist rönd við ellinni sjálfri. I þessum efnum er fegrun veigamikið atriði. Rosknar konur vanda oft meira til klæðnaðar síns en ungar stúlkur. Ekkert er eðlilegra. Skínandi gim- steinar ganga í augun og draga at- hyglina frá likamlegum ágöllum þeirrar konu, er ber þá.......Allt, sem stuðlar að því, að örðugt sé að greina æsku frá fullorðinsaldri, staf- ar frá siðfáguninni. Hin siðfágaðasta kynslóð, sem sögur fax-a af, fann upp hárkolluna — með því vottaði hárið skallanum virðingu sína. Andlitsduft og rauður farði gera það að verkum, að ungar stúlkur verða áþekkar tengdamæðrum sínum í sjón, og veiklað fólk verður lu-austlegt í út- liti. Fullkomnar saumastofur og snyrtistofur skapa tízku, er gerir rosknum konum fært að lifa i von- inni. Eftir að þær liafa náð vissum aldi'i, vei'ður listin að klæða sig i því fólgin að hylja líkamslýti þeirra, og slílct er kurteisi með öðru móti. And- litsslæðan er frábær uppfinning til þess að villa mönnum sýn og setja fegurðai’svip á þá, sem liana ber. Allt skart er hula: það leynir hervirkjum aldursins eins vel og unnt er...... Um áttrætt hafa menn kynnzt öllu af eigin reynd: ástinni og endalokum hennar, metorðagirndinni og fánýti liennar, ýmis konar heimskulegum skoðunum og lagfæringum á þeim. Óttinn við dauðann er ekki orðinn sérlega mikill. Alnigi manna og ást- úð heinist að liðnum atburðum og þeim, sem látnir eru. Við framhalds- sýningu í kvikmyndahúsi mega menn sitja eins lengi og þeir vilja, en þegar þeir fara að sjá sömu niynd- irnar aftur, liypja þeir sig hurt. Lífið er samfelld sýning. Sömu atburðirn- ir endurtaka sig þrítugasta hvert ár, og vér verðum leið á þeim. Áheyr- endurnir tínast hurt liver af öðrurn. Þegar enskir rithöfundar söfnuð- ust saman til þess að lieiðra H. G. Wells á sjötugsafmæli hans, hélt liann ræðu og sagði, að þetta tæki- færi minnti sig á, hvernig sér liefði

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.