Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN orðum um það, enda nægir sú mynd, sem brugðið hefur verið hér upp til að sýna og sanna, hvilík fjarstæða það er, að kasta kaldyrðum að þeim, sem liér hafa að verki verið, og hera þá sökum fyrir lítil og léleg afköst, ekki sízt þegar á það er litið, hver aðstaða hefur verið lil framkvæmd- anna á hverjum tíma. Landnámi hefur aldrei verið lokið á einum degi fremur en byggingu Rómaborgar, en nýtt landnám má telja, að hafizt hafi hér um og eftir síðustu aldamót. Og ekki verður stað- ar numið á þeirri braut. Bóndinn sér fram á veginum Iiilla undir vissar framkvæmdir, sem enga hið þola. Þar á meðal og sem fyrst ber að telja: ræktuð lönd, véltæk, svo stór, að nægi til heyöflunar fyrir bústofninn. Annað má ekki og verður ekki yrkt, þegar stundir liða. Stöku bóndi er langt kominn að þessu marki, þótt róðurinn liafi ein- att verið þungur. Hinir, sem skemmra eru á veg komnir, koma aðeins örlitlu seinna í áfangastað. Umbótum þeim, er hér ræðir um, er vitanlega ekki unnt að koma í kring nema með hagkvæmum vélum, sízt á svo skömmum tíma, sem þetta verður að gerast, enda hafa ýmsir bænda, nokkrir saman, lagt drög að kaupum á slíkum vélum, og má mik- ils vænta af því. Næstu framkvæmdirnar eða öllu heldur það, sem gerast þarf samhliða þvi, er nú var nefnt, er fjölgun býla í sveitum landsins, fyrst og fremst með skiptingu jarða þar, sem það þykir henta og landrými er nóg, byggingu eyðibýla og nýju landnámi. Þótt fólksflutningar, ekki sízt yngri kynslóðarinnar, liafi orðið allmiklir úr sveit til sjávar síðari árin, er þó svo högum háttað í vissum sveitum, að verkefni vantar fyrir ungt, upp- komið fólk, sem vill starfa sjálfstætt einmitt í sveitinni sinni. Þetta fólk, sumt af því a. m. k., hefur kynnt sér itarlega, livaða stuðnings megi vænta frá hendi þess opinbera til stofnunar nýbýla á óræktuðu landi og komizt að þeirri niðurstöðu, að fátækum sé lítt fært að leggja út á þá braut með von um lifvænlega afkomu. í þessu sambandi þykir rétt að geta þess, að Bretar hafa komið upp ný- býlum hjá sér, þar sem ríkið kostar hæði rælctun og byggingar og leigir síðan gegn hóflegu gjaldi. Þetta er bending til löggjafanna um athugun á þvi, livort ekki er unnt að hæta að- stöðu þeirra, sem færast það mikla, þarfa og aðkallandi verkefni í fang að nema ný lönd. Það þolir enga hið. Um leið og rældun er aukin og býlum fjölgað, þarf að sjálfsögðu jafnframt að taka til rækilegrar íhugunar mögulejka til sölu á þvi, sem framleitt er, og kemur þá margt til greina, Sennilega verður ekki koim izt hjá því að skipuleggja framleiðsÞ una að meira eða minna leyti, til þess meðal annars að framleiða hvað fyr: ir sig á þeim stöðum, þar sem bezt svarar kostnaði, því að sjálfsögðu veltur allt á því í þessum efnum, að framleiðslan beri sig og að varan sé seljanleg. Nú er það svo, að þótt land- ið okkar sé „fagurt og fritt“ og fullt af margs konar gæðum, ])á veldur lega þess því, að ekki er hér að öllu leyti eins auðvelt að sækja gróður í

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.