Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 9
SAMTCÐIN 5 Próf. ALEXANDER JÓHANNESSON: Stundin er komin VORGOLAN STRÝKST um fjallatind- ana og leitar nið- ur í dalina og klappar á vanga á íslenzkum börnum, er lif- að hafa í þessu landi í þúsund ár. Ég er barn íslands og hefi fagn- að hverju vori i hálfa öld, en aldrei hefir hugur minn Ijómað áður á sama hátt. Eg kenni undarlegs sam- blands af þregtu og gleði, líkt og göngumaður, er gengið hefir sig þregttan um urðir og hraun og veit, að hann er kominn að leiðarlokum. Einkennilegur höfgi sígur mér á brár, ég er eins og milli svefns og vöku, og nú skynja ég allt mitt liðna ííf, er líður fyrir hugskotssjánir mínar eins og myndir á tjaldi. Að- eins örfáum atriðum bregður fyrir, þeim, er hafa markað stefnu Ufs míns — og þessar myndir birtast með leifturhraða, ein og ein, og skyndilega lwerfur sýnin — og ég kenni sjálfs mín, eins og ég er í dag. Eg er sonur íslands og finn til óumræðilegrar gleði, er Fjall- konan, vor ástfólgna móðir, er orð- in alfrjáls, og gengur tigulega fram á þingi þjóðanna. Endurminning- arnar vakna, glæsilegar og daprar. Vér minnumst hinna glæsilegu vík- inga, er sóttu hingað fyrir þúsund árum og reistu hér byggðir og bú. Vér minnumst gullaldar íslands, er vitrir liöfðingjar settu hér allsherj- arþing, skipuðu málum sínum í sátt og samlyndi og íslenzk vísindi og listir vöknuðu i skjóli réttláts þjóð- skipulags og vörpuðu Ijóma um aldaraðir á hinn íslenzka kynstofn, er varð máttugur og hertist í átökum við ísa og storma, en mildur og göf- ugur í skini liinna nóttlausu sumar- daga. Vér minnumst með sorg í huga niðurlægingar þjóðar vorrar, er hún glataði sjc'dfstæði sínu vegna sundr- ungar íslenzkra liöfðingja, er settu eigin hagsmuni ofar alþjóðar vel- ferð. Vér minnumst svartnættisins i sögu þjóðarinnar, er hin kynborna þjóð varð að þrælum erlends valds og hvers konar eymd og áþján varð hlutskipti íslenzkra barna. Vér minnumst með hryllingi ýmissa at- burða, er islenzkir ágætismenn urðu grátandi að afsala sér sjálfu frelsinu, hinu dýrasta allra hnossa, og urðu að knékrjúpa erlendu valdi með bænarskrám eða á annan hátt, eins og þræla er siður. En vér minn- umst með fögnuði hinna frjálsbornu höfðingja, er höfðu djörfung og þrek til að rísa gegn kúgun og fargi hefð- bundinnar venju og hófu frelsis- baráttu íslendinga, sem nú er far- sællega til lykta leidd. Vér minn- umst höfðingjans, er varð sómi ís- Alexander Jóhannesson

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.