Samtíðin - 01.09.1947, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.09.1947, Blaðsíða 10
0 SAMTÍÐIN Jón Norðfjörð leikari HKUREYRI, hinn fagri höfuðstaður Norðurlands, cr mikill mcnningar- hær. Þar cr virðulegur menntaskóli, og söngmcnning og leikiist standa þar i mikl- um hlóma, miðað við islenzkar aðstæð- ur. Samtíðin birtir á næstu síðu myndir af liinum kunna, norðlenzka leikara, Jóni Norðfjörð, i nokkrum hlutvcrkum, sem hann hefur farið með. Jón Norðfjörð er fæddur á Akurevri 30. okt. 1904. Hann cr sonur frú Álfheiðar Einarsdóttur, scm þótti ágæt leikkona <á yngri árum, og Snæbjarnar Norðfjörðs verzlunarmanns (ættaðs úr Keflavik). Snemma hneigðist lnigur Jóns að leiklist, og árið 1917 fór hann,’aðeins þrettán ára gamall, með fyrsta hlutverk sitt, að visu eigi ýkjastórt. Svo áleitin var leik- þráin við Jón, að árið 1936 brauzt hann i þvi að sigla til Danmerkur til leiklist- arnáms, og stundaði hann það við leik- skóla Konunglega leikhússins i Kaup- mannahöfn 1936—37. f Danmörku stend- ur leikmenning mjög hátt, og nýtur fyrr- ncfndur leikskóli mikils álits viða um lönd. Hafa nokkrir íslendingar stundað þar lciknám með miklum og farsælum árangri, og nægir í þeim efnum að nefna þau frú Önnu Borg Reiimert, frú Regínu Þórðardóttur, ungfrú Sigrúnu Magnúsdótt- ur. Harald Biörnsson, Lárus Pálsson og Þorstein Ö. Stephensen. Að loknu námi í Höfn (1937) lék Jón Norðfjörð hlutverk Erik Dahlhergs undir stjórn hins kunna, sænska leikstjóra, Knut Ströms. í sögulegri leiksýningu i Svíþjóð og hlaut góða dóma fyrir. Annars hefur Jón að staðaldri siðan 1915 leikið á Ak- ureyri, þar sem hann er húsettur og gegn- ir aðalbókarastarfi hiá bænum, en sið- ustu árin hefur hann jafnframt verið leik- stióri hjá Leikfélagi Akureyrar. Veturinn 1944_45 var hann leiðbeinandi hafn- firzkra leikara á vegum Leikfélags Hafn- arfjarðar. Þá hefur Jón árum saman kennt leik og framsögn á Akureyri. Af fjölmörg- um hlutverkum, sem þessi athafnasami, norðlenzkri leikari hefur farið með, skulu þessi ein talin: Óvinurinn i Gullna hlið- inu eftir Davíð Stefánsson frá'Fagraskógi. Theodor Fristedt í Dúnunganum eftir Selmu Lagerlöf, Kári i Fjalla-Eyvindi eft- ir Jóhann Sigurjónsson, Lénharður fógeti i samnefndu leikriti eftir Einar H. Kvar- an, Tom Prior i Á útleið eftir Sutton Vane, Friðþjófur i Skrúðshóndinn eftir Björg- vin Guðmundsson, Ögmundur i Skugga- Sveini eftir Matthias Jochumsson og Brynjólfur biskup .Sveinsson í Skálholti eftir Guðnmnd Kamban. Auk vinsælda sinna i leikstarfinu hef- ur Jón Norðfiörð getið sér gott orð sem gamanvisnasönvari og upplesari, enda hefur hann hæði karlmannlega og þjálf- aða rödd. jPLRÍSKUR stærðfræðinc(ur fann eitt ”* sinn tðlu, sem er býsna athygli- verð, ef hún er margfölduð. Þetta er talan: 142.857. Sé hún margfölduð með 2, kemur út: 285,714, en það eru sömu stafirnir i annarri i röð. Sama verðnr niðurstaðan, ef hún er mar.£(földuð með 3. Þá verður út- koman: 428.571. Ef talan er marf?- földuð með 4. kemur út: 571,428. Sé hún margfölduð með 5. kemur út: 714,284. Ef hún er margfölduð með 6, breytist aðeins röð stafanna og út kerrrur: 857,142. Sé margfölduninni haldið áfram og margfaldað næst með 7, kemmur út talan: 999,999. BEZTTT KAUPTN erera allir í verzlur íwuðjfóns •Jómssonar á Hverfisgötu 50.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.