Samtíðin - 01.09.1947, Blaðsíða 28
24
SAMTÍÐIN
eðlisfari ráðríkur, þá var hann svo
samvinnuþýður, að hann hlýddi með
gaumgæfni á tillögur annarra og
vildi jafnan það eitt hafa, er réttast
sýndist. Hafði hann því mikil og góð
áhrif á livert mál, er hann hafði
með höndum, og verður farsæld og
nytsemi þess starfs seint rakin. . . .
Ágúst Flygenring hal'ði mikil af-
skipti af opinberum málum, bæði í
héraði og á Alþingi. Sómdi hann sér
vel í hóp stjórnmálamanna og mun
hafa haft gaman af þeim viðfangs-
efnum. En þótt hann væri bæði vin-
sæll og vel metinn, jafnt af samherj-
um sem andstæðingum, og hvort
tveggja að verðleikum, þá gat hann
sér þó ekki þar þann orðslír, sem
lengst mun lifa. Afrek hans, þau er
af bera, liggja á sviði atvinnulifs-
ins, því hann var einn, og ekki sízt-
ur, af framherjum þeirrar fámennu
sveitar, sem stórstígust hefur verið
á framfarabrautinni allt frá land-
námstíð.
1 baráttunni við lífið sjálft, við
óldíða, íslenzlca náttúru, fátæktina,
deyfðina, fáfræðina og seinna í Jíf-
inu við öl'undina, — í þeirri bar-
áttu var Ágúst Flygenring hinn ó-
sigrandi og ósigraði víkingur, sem
engin járn bitu og aldrei lét hugast,
hversu sem á mæddi. Á þeim vett-
vangi vann hann sína stærslu sigra,
sjálfum sér til vegs og þjóð sinni til
blessunar og farsældar, og þar stend-
ur minning þessa máttarstælta meiðs
um ókomna tíma sem óhrotgjörn
sönnun þess, hvers mannvit og mann-
kostir megna“. (Óðinn XXIX. ár,
bls. 58).
■
Framkvæmum:
Bílaviðgerðir,
Bílasmurningu,
Bílasprautun.
Seljum:
Bílavarahluti,
Bilaolíur,
Loftþrýstiáhöld
o. fl.
M*ekkt innlewBii
fi'awnleiösln :
Vörpugarn
Dragnótagarn
Línugarn
Pakkagarn
Fiskilínur.
BOTNVÖRPUR fyrir togara
og togbáta.
H.F. HAIHPIÐJAN
Reykjavík. Símar 4336, 4390.