Samtíðin - 01.09.1947, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.09.1947, Blaðsíða 27
SAMTlÐlN 23 Islenzkar mannlýsingar XXV. 0” LAFUR THORS lýsir Ágústi kaup- manni Flygenring (1865—1932) þannig: „Ágúst Flygenring var lágur með- almaður, þrekvaxinn og vel á sig kominn. Sviphreinn og svipmikill, ennið mikið og hátt, snareygur og fasmikill, svo að gustur stóð af hon- um, hvar sem hann fór. Hann var einn merkastur lslend- ingur sinnar samtíðar, og bar margt lil. Hann var maður vel viti borinn og menntaður, að þekkingu og í allri framkomu, drenglyndur, ör og ekki alltaf orðvar, en hreinskilinn og ein- lægur, einarður og kjarkmikill, elju- maður og starfsmaður, alvörugefinn, en þó glaðastur með glöðum, hjálp- fús, greiðvikinn og gjöfull og gest- risinn, sem þeim einum er gefið, sem fæddir eru til höfðingdóms. Var hann og jafnan sjálfur svipurinn og bragðið og gerði sér engan manna- mun. Leið öllum vel hjá honum og hinni ágætu og mikilhæfu konu hans, jafnt háum sem lágum, og er því gestrisni þeirra alveg viðbrugðið i þessu gestrisninnar landi.- Unga menn laðaði hann að sér með orðheppni sinni, glaðværð og karlmannlegu viðmóti, og sóttust allir eftir að vera með honum. Og i allri samvinnu um alvörumálin, hvort heldur var á sviði stjórnmála eða atvinnulífsins, var hann einstak- ur maður, því enda þótt hann hefði haldbetri þekkingu og meiri lífs- reynslu en flestir aðrir og væri að Útvega frystivélar af fullkomnustu gerð, smáar og stórar, til hraðfrystingar á fiski, kjöti, grænmeti og alls konar matvælum. Björgvin Frederiksen Vélaverkstæði, Lindargötu 50. Sími 5522. Við höfum tækifærisgjafir, sem yður vantar. Glæsilegt úrval af gull-, silfur-, plett- og kristallsvörum. Munið, að kaupa úrin og klukkurnar hjá Franch. Að ógleymdum trúlofunarhringj- unum af mörgum gerðum. Sent gegn póstkröfu. DrancL TíhcLL óen úrsmíðameistari Laugaveg 39. Reykjavík. Pósthólf 812. Sími 7264.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.