Samtíðin - 01.09.1947, Blaðsíða 17
SAMTÍDIN
13
vexti ofan við byggð verður sjálf-
sagt lítilvægur næstu 4 aldir. Þær
aldir verður líka nóg landrými
byggðanna. En seinna meir þarf Is-
land að stækka, og sú stækkun verð-
ur að gerast á fiskimiðum okkar og
nýgræðum auðna og hrjóstra. tms-
ir menn hafa borið sér í munn, að
moldin og gróðurinn yrðu þýðingar-
lítil í lífsbaráttu framtíðarinnar, því
að allt, sem mannkynið þarf, yrði
leitt fram með vélum úr hinni dauðu
náttúru. Þróunin í þessa átt kann að
verða afdrifarík fyrir kvikfjárrækt
í framtíðinni. En sú þróun á sér
ýmis takmörk, og til þess að breyta
kolefni loftsins í lífræna næringu
dugir varla annað en jurtir með blað-
grænu, og köfnunarefnisvinnsla
sumra jurta úr lofti og jörð verð-
ur um alla framtíð talin með auðs-
uppsprettum lífsins. Meira gras og
meiri skógur verður nauðsyn mann-
kynsins til heimsslita.
Við getum brugðið okkur í hug-
anum yfir einhvern fjallveg lands-
ins á næsta þúsundi ára og virt fyr-
ir okkur hagsæld þess og fegurð.
Hugsum okkur Vatnahjallaveg frá
Geysi í Haukadal til Eyjafjarðardala.
Haukadalsskógur er myrkviður
þallar, furu og sitkagrenis, og sér
hvergi út úr honum nema í bökk-
um Tungufljóts. Fljótið er tært
bergvatn, fullt af laxi, og uppsprett-
ur þess í fyrrverandi jökulhlíðum
upp af Hagavatni verða efsta tak-
mark laxanna. Hinn forni nytjaskóg-
ur, sem eitt sinn var í Sandvatnshlíð
á heiðinni, 300 m yfir sjó eins og
skógar Mývatnssveitar, endurrís þar
með fjallaþöll, birki og grenitegund-
um í margbreytilegum litasamstæð-
um. Þegar ofar dregur og Hvítár-
vatn náigast, ræður birkið okkar
gamla öllum svip landsins, en er
kynbætt og trjábolirnir digrir, þótt
toppar séu veðurbarðir. Kringum
vatnið er hver skógarhlíðin annan-i
unaðslegri, og þess verður minnzt,
að á mcstu niðurlægingartímum
gróðrarins, 20. öld, var birki til við
Hvítárvatn. Kjalvegur hefpr enn
bláma og skírleik „landsins fjalla-
heiða“, þótt bin heiðu fjöll séu orð-
in fásén í lægri byggðum. Skógur
béfur þó ldætt Kjalveg, urðir og
hraunin öll milli brattra hlíða hans,
og skógamenn Þjófadala eru orðnir
skátar i stað illvirkjanna fornu, en
við bið mikla hitaorkuver Hvera-
valla er risið blómlegt þorp. Síðan
liggur leiðin austur norðan Hofsjök-
uls yfir mýmargar kvíslar, sem eru
upptök Blöndu og Héraðsvatna. Eng-
in þeirra er jökulvatn framar nema
1—2 að óverulegu leyti, en vatns-
magnið hefur aukizt stórum, bæði
sakir úrkomu og gróðrarbreytinga.
Þær eru því ævintýraheimur lax-
veiðimanna og arðsamar vel. Bianda
er orðin jafnmikil árið um kring og
fyrirmyndarfljót til að fleyta timbri
niður eftir lienni. Blönduós er skap-
aður til að verða timburvinnslubær
á þessum tímum, eins og margai
ósaborgir Svíþjóðar eru. Því austar
sem dregur á Vatnahjallaveg, því
meiri er þar sumarhiti og vetrar-
snjóar, og um allar hinar gróður-
sælli heiðar norðan og austan lands
þykja skógarskilyrði betri en á jafn-
háum heiðum sunnan og vestan meg-
infjallanna. Þegar kemur loks niður