Samtíðin - 01.09.1947, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.09.1947, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN sagði: „Það er góð og gild ástæða fyrir því, að mér þykir vænt um kindur. Allir karlmenn í minni ætt hafa að meira eða minna leyti haft með kindur að gera. Auðæfi Perry- ættarinnar eru fengin fyrir ull. Fað- ir minn og afi tóku ævinlega ofan, þegar þeir voru uppí i sveit og mættu kindahópi; það er ættarhefð.“ Billie hlustaði hugfangin. Hún hafði aldrei heyrt talað um, að slíkt gæti verið ættarhefð, en henni var ljóst, að núverandi eigandi Perry- auðæfanna var í skrítnu skapi og hún reyndi að leiða talið að öðru. Framh. í næsta hefti. f ÆKNIRINN: „Ég fæ ekkj séð, að tui það geri yður nokkurn hlut til, þó að þér talið við sjálfan yður.“ Sjúklingurinn: „Það kann vel að vera, en ég verð hara alltaf svo fjári geðvondur, þegar ég er að þessu bannsettu masi.“ JtfYLIÐI í lögreglunni gekk undir munnlegt próf og var m.a. spurð- ur, hvað hann mundi gera, ef hann væri i bíl og glæpamannahópur kæmi akandi í bíl á eftir honum á 60 km hraða. Nýliðanum varð orðafall eitt andartak, en því næst anzaði hann: „Ég mundi setja bílinn upp í 80.“ Viðskiptin hagkvæmust við Hetayeti SjöhxA /SeHediktAAchar Reykj'avik. Nýjar norskar bækur THNS OG marga eldri áskrifendur ■* Samtíðarinnar mun reka minni til, hirti tímaritið fyrir stríð að stað- aldri frásagnir um nýjar norskar, sænskar og danskar bókmenntir í samvinnu við þrjú stærstu bókafor- lög Norðurlanda: GYLDENDAL NORSK FORLAG í Oslo, BONNIERS FÖRLAG í Stokkhólmi og GYLDEN- DALSKE BOGHANDEL NORDISK FORLAG í Kaupmannahöfn. Sendu þ^ssi forlög Samtíðinni eftir frjálsu vali þau rit sín, sem vér töldum, að lesendur vorir hefðu einna helzt hug á að kynnast, en vér birtum jafnóðum hér í ritinu stutta frásögn um þau. Rúm vort leyfði að sjálf- sögðu ekki ítarlegar bókafregnir hvað þá ritdóma, heldur einungis fáorða kynning. Fjöldi bréfa frá á- skrifendum Samtíðarinnar nær og fjær færðu oss brátt heim sann- inn um, að þeir kunnu þessu hið bezta, en £að mun fullkomið eins- dæmi, að íslenzkt tímarit flytji les- endum sínum að staðaldri viðlika yfirlit um þau úrvalsrit, sem berast á markaðinn hjá öðrum þjóðum. Eftir að sambandið við Norður- lönd rofnaði af völdum stríðsins, lauk að sjálfsögðu þessari „norrænu samvinnu“ Samtíðarinnar og hinna ágætu bókaútgefenda. Oss er það því mikið ánægjuefni að geta flutt les- endum vorum þá frétt, að nú mun hún hefjast að nýju. Hafa Gyldendal í Oslo og Bonnier í Stokkhólmi þeg- ar sent oss til umsagnar nokkrar nýjar bækur, og munum vér geta þeirra norsku, sem komu fyrr, í

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.