Samtíðin - 01.09.1947, Blaðsíða 9
SAMTtÐIN
5
Rrófadálkur
Samtídarinnar
UNDIR þessari fyrirsögn mun
Samtíðin framvegis birta aðsend
bréf eða kafla úr þeim. Æskilegt
er, að háttvirtir lescndur tímarits-
ins sendi því stutt og gagnorð bréf
um vandamál líðandi stundar. Vill
ritið gjarnan verða vettvangur vit-
urlegra tillagna og alhugasemda á
sviði íslenzkra atvinnu- og menn-
ingarmála. Þau skilyrði verður að
setja fyrir birtingu slíkra bréfa eða
bréfkafla, að ritað sé af fullkom-
inni prúðmennsku og algerlega sé
sneitt hjá íslenzkri flokkapólitík,
enda á hún sér nægilega viðan vett-
vang i stjórnmálablöðum þjóðar-
innar. Nafnlaus bréf eða undir dul-
nefni verða ekki birt, enda þótt
snjöll kunni að vera. Að sjálfsögðu
eru menn sjálfráðir, hvort þeir vilja,
að nöfn þeirra séu prentuð með
bréfunum. Bréf, sem ekki er unnt
að birta, verða því aðeins endur-
send, að burðargjald fylgi.
KEYSERLING: „Kenning Nietzche
um ofurmennið er alls ekki frásögn
um hið mikla, heldur þ r á eftir því
mikla.“
Sigurgeir
Sigurjónsson
hæstaréttarmálaflutningsmaður.
Aðalstræti 8 — Sími 1043
Skrifstofutími 10—12 og 1—6
Vitið þér þetta ?
Svörin finnið þér á bls. 2Í).
1. Hve hátt er fjallið Everest yfir
sjávarmál ?
2. Hverjar þessara plantna geta
skemmzt af völdum kálmaðks-
ins: Gulrófa, gulrót, blómkál,
kartöflujurt, hreðka?
3. Ilvernig er hið heimsfræga heiti
Kodak tilkomið?
4. Hve mikið gizkið þér á, að list-
málarar og myndhöggvarar
Bandaríkjanna hafi fengið fyrir
verk sín árið 1930?
5. Hvaða brezkur rithöfundur hlaut
bókmenntaverðlaun Nóbels árið
1932?
pUNDARSTJÖRI nokkur í Bretlandi
kynnti eitl sinn Lloyd sáluga Ge-
orge á þessa leið:
,,Ég hafði búizt við, að Lloyd Ge-
orge væri hár og glæsilegur maður,
en nú sjáið þið sjálf, að hann er
mjög lítill vexti“.
Lloyd George lét sér hvergi bilt
við verða, heldur hóf mál sitt á þessa
leið:
„1 Norður-Wales, þaðan sem ég
er ættaður, mælum við menn frá
höku til hvirfils. Hér eruð þið sýni-
lega vanir að mæla menn frá höku
til ilja.“
Suðutækin gera gagn,
guil í búið dragg,
þegar rakið rafurmagn
rennur alla daga.