Samtíðin - 01.09.1947, Blaðsíða 12
8
SAMTÍÐIN
DR. DDNALD A. LAIRD:
Örvið forvitni
piNN HINN merkasti, núlifandi
“ sálarfræðingur Bandarikjanna,
dr. Donald A. Laird, svarar í eftir-
farandi grein nokkrum athygliverð-
um spurningum, varðandi sálarlíf
barna. Má ætla, að foreldrar fái hér
svör við ýmsu, er þeim hefur einatt
flogið i hug, án þess að tekizt hafi .
að fá úr því skorið.
Bera börn ekki fremur upp spum-
ingar til þess að vekja athygli á sér
en til þess að fræðast?
Sum hörn verða að bera upp spurn-
ingar og ónáða foreldra sína á ann-
an hátt til þess að vekja athygli
þeirra á sér. En flestar af spurning-
um barnsins eru blátt áfram sprottn-
ar af eðlilegri forvitni, til þess að
fræðast um allt, sem heita hefur.
Veröldin er full af mörgum furðu- '
legum hlutum. Ungbarnið kynnist
þeim með því að bragða á þeim,
handfjalla þá, taka þá í sundur. En
eftir að' barnið fer að geta talað,
leitar það forvitni sinni svölunar
með því að bera upp spurningar.
Gefið alvarlega gaum að spurningum
barnsins og reynið að leysa skil-
merkilega úr öllum vandamálum
þess með orðum, sem því er ekki um
megn að skilja.
En bera ekki sífelldar spurningar
barnsins vott um, að því sé eitthvað
áfátt andlega?
Ef það spyr einskis, er full ástæða
til að efast um, að það sé nægilegum
barnsins yðar
gáfum gætt. Þau börn, sem eru
greindust, eru allra barna forvitnust.
Af þeirri ástæðu m.a. læra þau svo
margt með sífelldum tilhlaupum og
árekstrum. Veikgeðja böm eru hins
vegar eftirtakanlega óforvitin. Þið
megið því vera þakklát fvrir það, að
börnin ykkar skuli hafa á takteinum
fleiri spurningar en ykkur kann að
þykja þægilegt að svara í þann og
þann svipinn.
Hvernig geta leikföng orðið til
þess að fullnægja forvitni barsins?
Með þvi að barninu sé leyft að
taka þau í sundur. Þar af leiðir, að
ódýr leikföng eru heppilegust. Marg-
ir hversdagslegir hlutir, svo sem
pottar og krukkur, ásamt lokunum
af ])essum sömu ílátum, eru ákjós-
anleg leikföng handa bðmum innan
við tveggja ára aldurs. Þetta eru
hlutir, sem hentugir eru til þess að
Iiafa handa á milli, setja saman,
taka í sundur, bragða á, gera liávaða
með. Þeir eru ekki einungis vel til
þess fallnir að slcemmta barninu,
heldur örva þeir einnig forvitni þess.
Það er ekki víst, að slíkir hlutir séu
sérlega glæsilegir, þegar þeir liggja
á rúi og strúi, en barninu eru þeir
geysihentugir.
Hvort eru börn fíknari í að fræð-
ast um, úr hverju hlutir eru búnir
til eða til hvers á að nota þá?
Þau vilja fá að vita hvort tveggja.
En fyrst af öllu vilja þau fræðast