Samtíðin - 01.09.1947, Blaðsíða 20
16
SAMTÍÐIN
eru blátt áfram og frjáls eins og fugl-
ar himinsins. Ég býst við, að j)au
elti ykkur í allan dag. Gætið ykkar,
að þau borði ekki allt frá ykkur“.
Maxine sá börnin nálgast, og út-
undan sér sá hún jómfrúna brosa.
„Hvað mega þau borða?“ spurði hún.
„Hvað, sem er. Ykkur lærist fljótt,
að ekkert getur orðið ykkur að meini
hér.“
Börnin voru nú komin til þeirra.
f>au voru glaðleg, klöppuðu saman
lófúnum og toguðu í kjólana þéirra,
eins og þau væru gamlir kunningjar.
Það hækkaði brúnin á Maxine, og
hún brosti til þeirra. Þetta voru þau
yndislegustu börn, sem hún hafði
séð, dökkeyg og hörundið húmdökkt
eins og á Spánverjum. Drengirnit’
líitu út fyrir að vera átta og sex ára,
en litla stúlkan fimm ára. Þau voru
öll í hentugum fötum, rauðum peys-
um, stuttbuxum og sterklegum skóm.
Maxine spurði litlu stúlkana, hvað
hún héti.
„Ég heiti Dolores, en það er jiægi-
legra að segja Dolly. Framburður
hennar var óaðfinnanlegur.
„Ég ætla að kalla þig Dolly. Hvað
heita drengirnir?“
Þeir svöruðu báðir í senn. Sá eldri
hét Juan, en sá yngri Basil. „Hann
heitir Sebastian“, leiðrétti litla stúlk-
an. Hún liafði sýnilega forustuna á
hendi og henni var liðugast um mál-
beinið.
Spensley kom nú með körfu á
handleggnum. Hér kemur dögurður-
inn, ungfrú“, sagði hann og lét körf-
una á gólfið.
Börnin fóru strax að róta í körf-
unni og tóldu um leið upp það, sem
þau fundu.# „Egg“, sagði Basil.
„Smurt brauð“, sagði Juan. „Og litl-
ar kökur með rósrauðum sykri“,
sagði Dolly. „Vissuð þið, að okkur
þykja góð egg, smurt brauð og kök-
ur,“ bætti hún við.
„Þið megið ekki snerta á jæssu
strax,“ sagði Billie. Það var auð-
heyrt, að hún var ekki hrifin af
börnum. Maxine roðnaði fyrir henn-
ar hönd. Börnin kipptust við.
„Auðvitað, við snertum aldrei
neitt, nema okkur sé boðið J)að,“
sagði Dolly fyrirlitlega. „Við erum
vel upp alin. Ég bezt.“
Börnin lágu á lmjánum á gólfinu
hjá körfunni og Maxine við Iiliðina
á þeim. Hún horfði á þau í þögulli,
næstum lotningarfullri undrun.
Henni fannst þau einkennilega
j)roskuð.
Allt í einu stukku þau öll á fætur,
og það var eins og þau stirðnuðu í
ofboðslegri hræðslu.
Maxine leit upp og sá Carrillo, sem
aldrei þessu vant var ein og sýni-
lega á leið til dagstofunnar. Billie
hrökkjaðist frá eins og fælinn hest-
ur, en dansmærin flýtti sér til j)eirra,
glöð og undrandi, þegar hún sá börn-
in, og lagðist á hnén við hliðina á
Maxine. I næsta vetfangi þutu börii-
in á dyr, æpandi af hræðslu.
Carrillo og Maxine lágu ])arna á
hnjánum og störðu hvor á aðra eins
og marmaraenglar á legsteini, en
Billie hljóp á eftir börnunum, annað-
hvort til að róa þau eða, og það
fannst Maxine sennilegra, til að forða
sér frá dansmeyjunni.
„Hvað er þetta ?“ Carrillo saup
hveljur af ákafa. „Hvers vegna eru