Samtíðin - 01.11.1951, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.11.1951, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN hann tónlistarkennari að skóla, sem kenndur er við Elfráð konung ríka. Kennir hann eldri nemendum skól- ans söng, en æfir þar einnig hljóm- sveit og kór. Lét hann ágætlega af þessu starfi. Ótalið er, að í febr- úar sl. stofnaði Jóhann hljómsveit utan skólans, og er ætlunin, að úr henni verði symfóníuhljómsveit, er fram líða stundir. Þegar ég átti tal við Jóhann, var hann auk þess önnum kafinn við að undirbúa flutning nýrrar óperu eftir skólabróður sinn, Michael Maxwell að nafni, og átti að flytja hana næstu daga með aðstoð hljómsveitarfólks frá Kgl. tónlistar- háskólanum. ★ Fjölskyldan kringum flygilinn Fjölskylda Jóhanns Tryggvason- ar býr i húsi við mjög kyrrláta götu í hinni miklu höfuðborg Englands. Þegar ég hringdi dyrabjöllunni, kom Þórunn litla, undrabarn fjölskyld- unnar, til dyra og bauð mig velkom- inn. Og skömmu síðar sat ég irini í stofu, þar sem andrúmsloftið var eins og á gestrisnustu heimilum hér á landi. Englendingar hafa að jafn- aði eldstó mikla í setustofum sínum, og kringum hana safnast fjölskyld- an, þegar tími vinnst til. Menningar- arinn þessarar fjölskyldu er flygill mikill, sem stendur mjög sjaldan ó- notaður, en það er meira en sagt verð- ur um fjölda hljóðfæra á heimil- um fólks á þessari miklu útvarps- öld. Á þessu íslenzka heimili er tónlistin lífsstarf, og mikil ör- lög eru þar tengd hljóðfærinu. Þegar Þórunn liefur borið okk- ur kaffi, sezt hún við hljóðfærið og spilar fyrir okkur nokkur lög, fyrst 3 prelúdíur eftir Scriabin og sið- an sónötu eftir Scarlatti. Og andrúmsloftið í stofunni breyt- ist í tónahaf. Þessar grönnu bams- hendur, sem ekki alls fyrir löngu föndruðu við litblýanta og þjónuðu 12 ára gamalli bamssál, eru allt í einu komnar í þjónustu æðri listar, þar sem þær fljúga fram og aftur yf- ir nótur Blúthner-flygilsins. Þær hafa ekki slegið slöku við, síðan þær voru tveggja ára, en þá byrjaði Þórunn að spila öll lög, sem hún heyrði, og spilaði þau þegar rétt. Þriggja ára gömul lærði hún allar æfingar, sem hún heyrði nemendur föður síns spila, og spilaði þær síðan tilsagnarlaust. Þá fór Jóhann að kenna henni ýmis lög, og lærði hún þau jafnharðan og spilaði þau eftir honum, en kunni þá auðvitað ekki enn að lesa nótur. Faðir hennar raddsetti þá við henn- ar hæfi nokkur smálög, og á sumar- daginn fyrsta (bamadaginn) 1942 spilaði Þórunn þau í fyrsta sinn opin- berlega í Reykjavík, þá þriggja ára gömul, og vakti óhemju fögnuð, eins og margir muna. Undrahæfileikamir segja til sín Fjögra ára byrjaði Þórunn að læra nótnalestur hjá föður sínum og varð fluglæs á nótur á hálfum mánuði. Eftir það fór hún að spila erfiðari verk en áður, m.a. sónötur í C-dúr eftir Mozart. Um það leyti lék hún tvisvar í Ríkisútvarpið, og vom uppi ýmsar raddir um það, að Jóhann 'Pryggvason hefði þá spilað i stað

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.