Samtíðin - 01.11.1951, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.11.1951, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN Þórunnar Jóhannsdóttur, enda þótt þau virðist ekki kosta hana verulega fyrirhöfn, vegna fágætra, meðfæddra hæfileika. Auk píanóleiks hefur hún lært fiðluleik og numið almenna tón- fræði. Hún hefur sjálf samið nokkur smálög og flutt sum þeirra opinber- lega bæði hér á landi og í Englandi. Samtals hefur hún haldið um 50 sjálfstæða hljómleika, en hefur alls komið fram opinberlega um 70 sinn- um. Viðtökurnar hafa ávallt verið framúrskarandi góðar. Efnisskrárn- ar á hljómleikunum hafa verið mjög fjölbreyttar, allt frá smálögum upp í sónötur eftir Beethoven og Mozart og svítur eftir Bach ásamt verkum eftir Chopin, Schumann og Debussy. En langmesta listsigur sinn vann Þórunn í Manchester, nokkru eftir að hún var hér heima sl. vor. Þar lék hún píanókonsert í F-dúr eftir Mozart með hinni nafnkunnu Hallé-hljóm- sveit borgarinnar, en stjórnandi var Sir John Barbirolli, einn fræg- asti hljómsveitarstjóri, sem nú er uppi. Áheyrendur voru liðlega 6000, og eftir samhljóða blaðaunmiælum að dæma var hrifning þeirra að heita má takmarkalaus. Það er fremur fá- gætt, að brezkir áheyrendur klappi allt hvað af tekur milli þátta við flutning æðri tónlistar. En Þórunn varð að þessu sinni hvað eftir ann- að að standa upp og hneigja sig til þess að þagga niður lófataluð. Af myndum, sem blöðin birtu af lienni og Sir John Barbirolli, er svo að sjá, sem með þeim hafi tekizt „miklar ástir“, og veit enginn enn, hve af- drifaríkar þær kunna að verða ís- lenzka undrabaminu. ic Island — Þórunnarland Sama kvöldið og ég var gestur á heimili Jóhanns Tryggvasonar bauð Arts Council mér að hlusta á tón- leika í Royal Festival Hall, hinni miklu nýju tónhstarhöll, sem reist hefur verið á sýningarsvæðinu á suð- urbakka Temsár. Það vildi svo til, að á þessum hljómleikum lék einleik á píanó með Lundúna symfóníu- hljómsveitinni einn af frægustu píanóleikurum Breta, frú Eileen Joyce, en hljómsveitarstjóri var Sir Malmcolm Sargent. Hvert sæti hins mikla húss var sldpað, og þegar frú Joyce hafði lokið leik sínum, ætlaði lófataki áheyrendanna aldrei að linna. Mér varð þá hugsað til litlu stúlkunnar frá Islandi, sem nokkram dögum áður hafði hrifið þriðjungi fleira fólk en hér var saman komið. Og síðan hefur hugur minn oft dval- izt lijá fjölskyldu Jóhanns Tryggva- sonar, sem hefur á undanförnum árum haldið uppi merki íslenzkrar menningar af mikilli þrautseigju við frémur þröngan fjárhag og ýmsa aðra örðugleika. Það er að koma á daginn, að með yngri systkinum Þór- unnar búa einnig ótvíræðir listrænir hæfileikar. Þannig hefur Solveig litla, systir hennar, sem nú er 7 ára, þegar vakið athygli á sér fyrir frábæra hæfileika í listdansi (ballet). Þess er að vænta, að íslenzk fjárveitingar- völd styrki Þórunni Jóhannsdóttur ríflega, meðan hún er enn við nám og taki í þeim efnum fullt tillit til þess, hve lítils virði íslenzk króna er orðin, miðað við erlent gengi, og þá þungbæru dýrtíð, sem nú ríkir í heiminum.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.