Samtíðin - 01.12.1952, Síða 15
SAMTÍÐIN
9
lausa hendina, því þá gugna ég, og
bæti því við í stuttu máli, að okkur
hjónunum líður allbærilega og við
einlæglega hlökkum til að sjá yður í
okkar húsum í sumar, að við sömu-
leiðis gleðjumst yfir þeirri verð-
skulduðu leiðrétting, sem þér hafið
fengið á málum yðar, og óskum yður,
konu yðar og börnum allra heilla í
bráð og lengd.
Yðar einlægi elsk. mágur
Grímur Thomsen.
Bessastöðum, 26. nóv. 1871.
Elskulegi mágur!
Kærar þakkir fyrir þitt góða bréf
með Birni Þorlákssyni. Gladdi það
mig, að Guð tók þig ekki á Sprengi-
sandi, þó ég undir eins verði af hjarta
að samgleðjast þér með það, að hann
gekk næst lífi þínu. Það er sem ég
sjái þig sanniðrandi í Kiðagili og
vindandi vettlingana. Erlendur í
Garði kallar rigningarnar, sem þið
fenguð, „sunnlenzkar“, og vona ég
þér hafi skilizt, að það var gjörn-
ingaveður af mínum völdum.----------
Tíðindi eru héðan engi, nema ef
tíðindi skal kalla, að það kvað
,eiga að stofna nýtt blað, „Þjóð-
vinurinn“ kallað, sem á að
renna eins og ný sól upp
yfir þetta þrekaða og þjáða land.
Sagt er, að allir beztu menn landsins
styðji að því og sé því hlynnandi,
enda er það ekki ólíklegt, að svo sé,
því að minnsta kosti veit ég, að við
„doktorarnir“ erum þar ekki viðriðn-
ir. Ég las um daginn í „Dagblað-
inu“ daUska grein frá þýzkum manni,
sem segir frá þeirri nýjungu, að í
sumar var hafi Island verið full-
komlega flett frelsi sinu og sjálfs-
forræði, sem það hafi haft siðan um
syndaflóðið, en í stað þess sé nú kom-
in fullkomin ánauð og kúgun o. s.
frv. Ekki veit ég nú neitt, hver þvi-
líkar kúlur steypir; hitt veit ég af
reynslunni, að nógir óhlutvandir
finnast til að hleypa þeim af; en
þar með fylgir, að það, sem stofnað
er með ósannindum, það stendur
gjarnast á völtum fótum, og þeir, sem
fyrir þjóðfrelsi hafa unnið annar-
staðar, hafa ol't fengið sann á því, að
„Falsk slaaer egen herre om hals“
Þér sjálfum þakka ég alla góða
og skemmtilega viðkynningu í sumar
var og áður, og mun mér ætíð þykja
vænt um að sjá framan í þig, hvað
sem politíkinni liður. Við bæði, ég og
kona mín, óslcum ykkur hjónum og
börnum ykkar, fjarlægum og ná-
lægum, allra heilla í bráð og lengd.
Ætíð þinn,
Grímur Thomsen.
♦ Það er sagt: ♦
að örðugast sé að svæfa börnin, þeg-
ar þau eru orðin 18 ára.
aí lconur séu fúsar til að fyrirgefa
óvinum sínum, en vinirnir eigi
ekki upp á pallborðið í þeim
efnum.
að konur eldist fyrr en karlmenn,
en miklu sjaldnar.
að menn drepi sig á metorðagirnd í
þeim tilgangi að auðga líf sitt.
að sumarleyfi sé einn mánuður, scm
kostar stundum ellefu mánaða
strit.