Samtíðin - 01.12.1952, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.12.1952, Blaðsíða 16
10 SAMTÍÐIN Nútímahöfundur á fornum ^damta( vi( ^digarjón JJóniion iháld slóðum KVÖLD EITT seint í október var stærðar bók laumuð inn á skrifborð til min. Var þar komin skáldsagan Yngvildur fögurkinn eftir Sigurjón Jónsson. Efnið er, eins og nafn sög- unnar bendir til, að verulegu leyti sótt i Svarfdæla sögu. Ég las fyrsta kvöldið tæpar 60 síður og hafði gam- an af. „Sagnaskemmtun“, hugsaði ég, þegar mál var að sofna. Yngvildm- fögurkinn er lengri saga en svo, að hún verði lesin i einun' áfanga. Hún er í tveim hlutum, og er fyrri hlutinn 221 bls., en sá seinui 277. Ekki hafði ég lengi lesið, er mér varð ljóst, að skemmtun er ekki full- nægjandi einkunnarorð þessarar bók- ar. Sagan er víða tilþrifamikil og gjörð af miklum hagleik og listrænni alvöru. Við lesturinn varð mér oft hugsað til höfundar. Hann hefur nokkuð á fjórða áratug gegnt störf- um í Landsbanka Islands. Fjöldi í'ólks þekkir liann sem hógværan og geð- þekkan forstöðumann bankaútbúsins við Klapparstíg. Þeir eru sennilega færri, sem vita, að áratugum sainan hefur þessi maður risið úr rekkju kl. 5—6 að morgni til þess að sinna aðalliugðarefnum sínum, ritstörfun- um. Ég veit ekki til þess, að nokkur annar ísl. bankamaður hafi sent frá sér 11 skáldrit, og vel mæfti það vera heimsmet, að maður, sem sinnt liefur lýjandi skrifstofustarfi á fjórða ára- tug, sendi frá sér höfuðskáldrit sitt á sjötugsaldri. Þeim manni er vissulega ekki fisjað saman. Það dylst ekki, að skáldiðjan er köllun hans. Þegar ég óskaði Sigurjóni Jóns- syni lil hamingju með hina nýju sögu, bað ég hann að segja lesendum „Sam- tíðarinnar“ nokkuð frá ritstörfum sínum, og áttum við þá eftirfarandi samtal. „Hvað vakti aðallega fyrir þér með skáldsögunni um Yngvildi fögur- kinn ?“ „Sannast að segja hefur mér alltaf fundizt fremur illa haldið á þessu stórkostlega söguefni i Svarfdælu. Þar er líka sá Ijóður á, að í öll þau handrif, sem varðveitt eru af sög- unni, vantar sama kaflann, og gerir það söguna miklu torráðnari en ella. Fyrri bluti Svarfdælu fjallar um Þor- stein svörfuð landnámsmann. Honuin sleppti ég að mestu í bók minni, en hóf frásögnina þar, sem Yngvildur kémur til sögunnar. Siðan breytti ég ýmsu smávegis eftir geðþótta og þótt- ist hafa til þess skáldaleyfi á borð við mér færari höfunda. Eiga ýmsir kafl- ar sögu minnar ekkert skylt við Svarfdælu, en ég tel þá nauðsynlega til þess að varpa ljósi á líf og aðstöðu Yngvildar. Mig langaði til að túlka söguefnið á nútíðarvísu. Áður hafði ég í nokkr- um bókum reynt að lýsa samtíð minni, en hlotið fyrir það óþökk og raunar aðkast nokkurt, vegna þess að einhverjir þóttust kenna sjálfa sig eða sína nánustu í mannlýsingum

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.