Samtíðin - 01.12.1952, Side 18
12
SAMTÍÐIN
þessum svifum, tæplega hálfsjötugur,
unnið mesta bókmenntasigur sinn.
Ég spái því, að Yngvildur fögurkinn
verði cin af helztu jólabókunum í ár
og með henni nái höf. þeim bók-
menntarétti, sem hann liefur að vissu
leyti farið á mis við hingað til. Sigur-
jón býst nú væntanlega til atlögu
við fleiri forn viðfangsefni. Og úr
því að honum tókst ekki einungis að
varðvcita, heldur og þroska skáld-
gáfu sína í 34 ára lýjandi skrifstofu-
starfi, má vonandi mikils af honum
vænta, er honum auðnast loks að
ganga köllun sinni óskiptur á hönd.
121. krossgáta
1 2 3
éé ém
©© <g>@ ©© i>)I
4 .
ii ii
m mm m is ii tt
5
Lárétt: 1 Fæðutegund, 4 meinbægni, 5
staðir.
Lóðrétt: 1 Tjóns, 2 taltæki, 3 sparar.
RÁÐNING
á 120. krossgátu í síðasta hefti.
Lárétt: 1 Jólatau, 4 lausung, 5 drangur.
Lóðrétt: 1 Jótland, 2 allsein, 3 uppgjör.
WuniÍ
NORA MAGASÍN
i,, Ig j 166. SAGA „SAMTÍÐARINNAR" f "
Nærgætnar afturgöngur
Niðurl.
„Já“, samsinnti maðurinn hugsi,
„þetta er sannarlega vandamál.“
Stundarkorn stóðu þau eins og
myndastyttur og mæltu ekki orð frá
vörum. Marvin var hætt að lítast á
hlikuna; hann hugsaði með sér:
„Höfðu þessi hjú hann Lyons gamla
virkilega liggjandi þarna frammi í
anddyrinu? Gat það hugsazt, að þau
ætluðu sér að myrða hann? Einhver
hlaut að eiga stóra bílinn, sem stóð
úli á vegarbrúninni.....
Marvin hóstaði lágt.
„Ég fæ nú ekki betur séð, aftur-
göngur góðar, en að þið verðið að
hætta við þessa liefnd ykkar að
minnsta kosti í nótt, nema þið hafið
alveg sérstaklega hug á því að koma
mér í heldur en • ekki þokkalega
klípu.“
„Við fáum aldrei annað eins tæki-
færi,“ sagði maðurinn. Þessari brú
skolar ekki aftur burt næstu tíu
mannsaldrana.“
„En ekki langar okkur nú til, að
allt þetta bitni á þessum unga manni,
Jón minn,“ mælti konan.
„Mér virðist,“ sagði Marvin, „að
þið leggið allt of mikið upp úr þessurn
hefndarráðstöfunum ykkar. Ekki
munduð þið nú græða neitt á því að
myrða hann Lyons.“
„Þetta er venja, þegar órétti hefur
verið beitt,“ sagði maðurinn í and-
mæla skyni.