Samtíðin - 01.12.1952, Síða 20
14
SAMTlÐIN
Maðurinn glotti við. „Hver veit,
nema bíllinn yðar fari nú í gang, eí
þér þerrið kveikjurnar. Nú hafa þær
liaft tíma til að þorna lítið eitt.“
„Ég ætla að reyna,“ sagði Marvin
og fór að ráðum draugsins, og áður
en varði, fór vélin í gang.
Maðurinn gekk að bílhurðinni, og
Marvin kreppti hægri hnefann, við-
l)úinn hverju sem vera skyldi. En j)á
nam maðurinn staðar. „Nú held ég
þér ættuð að aka af stað,“ sagði hann.
„Góða nótt.“
„Góða nótt,“ anzaði Mar-vin, „og
j)akka yður fyrir. Ég ætla að koma
hérna við einhvern næstu daga og
heilsa upp á ykkur.“
„Þér nnmuð ekki sjá okkur í hús-
inu,“ sagði maðurinn, rétt eins og j)að
væri ekki nema sjálfsagt.
„Drottinn minn dýi'i, hann er eitt-
hvað geggjaður,“ hugsaði Marvin.
„Hlustið þér nú á mig, vinur sæll,“
mælti hann alvarlegur á svip. „Þér
ætlið ekki að fara að glettast
neitt við hann Lyons gamla, þegar
ég er farinn?“
Maðurinn hristi höfuðið: „Nei, haf-
ið engar áhyggjur af j>ví.“
Marvin ók af stað, enda vildi hann
nú fyrir hvern mun komast héðan.
Þegar liann kom til Little Rock
Falls, fór hann inn í veitingahús, sem
opið var alla nóttina, símaði til lög-
reglunnar og tjáði henni, að með-
vitundarlaus maður sæti í bíl úti á
fyrrnefndum vegi, 3—4 mílur fyrir
utan bæinn. Síðan ók hann heim.
Snemma morguninn eftir ók hann
til vinnu sinnar sömu leiðina og hann
hafði farið nóttina áður. Hann hafði
sífellt gát á því, hvort liann sæi litla
húsið, og þegar það kom í augsýn,
þekkti hann jjað undir eins. En þegar
liann nálgaðist húsið, sá hann, að jjað
var mannlaust. Þar var engin glugga-
rúða heil, tröppurnar voru sligaðar,
súðborðin utan á veggjunum feyskin
og grá, og berar sperrurnar sáust
gegnum glufur á þakinu.
Marvin stöðvaði bílinn móts v<ð
húsið, sat stundarkorn grafkyrr og
var náfölur á svip. Því næst snarað-
ist hann út, gekk heim að húsinu og
fór inn. 1 stofunni sást hvorki tangur
né tötur af húsgögnum. I loftum her-
bergjanna sáust j)ess greinilega
merki, að raflögnúm hafði verið svil't
burt. Ár höfðu liðið, síðan húsið hafði
verið hcrjað af skemmdarvörgum, en
gei’samlegt hirðuleysi, vindur og veð-
ur höfðu kórónað eyðileggingar-
starfið.
Það eina, sem ekki var allt af göfl-
unum gengið, var anddyrið og dag-
stofan, sem Marvin mundi svo vel
eftir. „Þarna stóðu bókaskáparnir,
þarna var borðið og þarna litla skrif-
l)orðið,“ hugsaði hann.
Allt í einu laut hann niður og starði
á rykfallnar gólffjalirnar fyrir fótum
sér.
Á beru gólfinu lá vindlingsstubbur,
og skammt frá honum annar vindl-
ingur, sem hafði ekki verið reyktur;
það hafði ekki einu sinni verið kveikl
í honum!
Þá snéri Marvin við og reikaði út
úr húsinu eins og svefndrukkinn
maður.
Þrem dögum seinna sá hann i
blöðunum, að Lyons aðstoðarland-
stjóri væri látinn. Þar var skýrt frá
j)ví, að hann hefði misst meðvitund-