Samtíðin - 01.12.1952, Blaðsíða 25

Samtíðin - 01.12.1952, Blaðsíða 25
SAMTÍÐIN 19 það hefur kjötið orðið ólíkt útgengi- legri vara og betri. — Um þetta leyti var Zöllner orðinn umboðsmaður kaupíelaganna hér og annaðist sauða- söluna fyrir þau. Hann hélt áfram að taka móti sauðunum með þessum kjörum, en talsvert minna fékksí fyrir þá eftir þetta. Ég h'eld, að sauða- kaupmaður sá, er Slimon hét, og um- boðsmaður hans, Choghill, hafi hætt að kaupa hér sauði, þegar áðurnefnd sldlyrði voru sett. Ég man ekki eftir þeim hér síðan. Haustið 1904 hittist svo á, er ég var staddur á Seyðisfirði í lestaferð, að sauðaskipið Fix frá Stavanger kom þar að taka sauðafarm frá Pöntunar- félagi Fljótsdalshéraðs. Pöntunar- stjóri var þá Jón Stefánsson, sem hafði hlotið nafnið Filippseyjarkappi, vegna þess að hann hafði barizt á Filippseyjum í her Bandaríkjanna. Jón var bróðir Ilalldórs, fyrrverandi alþingismanns, og Metúsalems, fyrrv. búnaðarmálstjóra, sem ljáðir eru hú- settir í Vík suður. Skipstjóri bað Jón að útvega sér tvo menn til að hjálpa til við hirðingu sauðanna á leiðinni, því hann kvað tvo háseta sína hafa strokið frá skipinu, með- an það stóð við í Liverpool, en þang- að var skipið búið að fara með einn farm, að mig minnir frá Húsavík eða máske Kópaskeri. Þá lijó Pétur Stefánsson, bróðir Jóns, hér í sveitinni. Honum bauð Jón þegar starfið. Þetta var dálítil forfrömun og gott kaup goldið, þar til komið væri heim aftur. Pétur kvaðst fara mundu, ef annar maður sér kunnugur fengist með sér. Þá leituðu þeir til Einars Eiríkssonar 1 m L A N 8 I N 6 B A 0 N A U Vöruvagnar Þ. Þorgrímsson&Go. Urnlo&ó- og leilduerzlun HAMARSHÚSINU tVESTURENDA) SÍMI 73B5 IJTVEGITM beint frá verksmiðjum í Bretlandi, Belgíu, Hollandi, Þýzkalandi Póllandi og Tékkóslóvakíu /Vírn, stál9 rr/nr og verktteri til iðnaðar. SIJVÐRI H.F. Hverfisgötu 42, Reykjavík. Sími 4722.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.