Samtíðin - 01.12.1952, Page 31

Samtíðin - 01.12.1952, Page 31
SAMTÍÐIN 25 við sögu. Höfundur er sjálfur aðal- söguhetjan, því að þetta er ég-bók, en auk hans verða minnisstæð þau meistari Ásgrímur og frú Svala. Með frá Svölu hefur íslenzkum bók- menntum hætzt konumynd, dregin fáum, en þeim mun haglegri drátt- um. Hver gleymir þessari óræðu menntakonu, þar sem hún situr í dyngju sinni við blátt ljós í návist skáldsins og meistara Ásgrims? Hvcr man hana ekki alla daga og kennir návistar hennar í lokakafla sögunn- ar? Heiman eg fór er eins og gömul minning, sem klappar undurþýtt á vanga. Nú geta vísindamenn framtíð- arinnar spreytt sig á að greina þar veruleik frá skáldskap, leita að fyrir- myndum persónanna o. s. frv. Stefán Einarsson hefur gert þeim afleitan grikk með því að koma handritinu allt of fljótt á framfæri! Fyrir vikið verður nú enginn þeirra til þess að finna það eftir mörg herrans ár. Þá hefur höfundur sjálfur firrt ritskýr- endur framtíðarinnar kærkonmu vandamáli: tímasetningu þessarar sögu. Mér kæmi ekki á óvart, þótt þeir mundu hafa talið hana 20— 25 árum yngri en höfundur segir i formála, svo íturþroskað skáldverk er hér á köflum um að ræða. En allir þeir, sem ekki eru ritskýrendur og lifa i þeirri trú, að fullkominn skáld- skapur sé einn hinn dásamlegasti veruleiki, sem hugsazt getur, eru þakklátir fyrir að hafa eignazt þessa bók til þess að geta gleymt við hana einu eða tveim skammdegis- kvöldum 1952. Seljum myndir og málverk og margs konar gjafavörur. /*«r) nýjasta: Framleiðum mikið úrval af alls konar rammalistum og myndarömmum, máluðum og iskreyttum eftir sænskum fyrirmyndum. Sendum gegn póst- kröfu um allt land. RAMMAGERÐIIM H.F. HAFNARSTRÆTI 17 FRAMKVÆMUM: Bílaviðgerðir, Bílasmurningu, Bílasprautun. SELJUM: Bílavarahluti, Bílaolíur, Loftþrýstiáhöld, Hjóldráttarvélar (amerískar og þýzkar) og Beltisdráttarvélar. S. Sk.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.