Fréttablaðið - 28.12.2009, Side 2

Fréttablaðið - 28.12.2009, Side 2
2 28. desember 2009 MÁNUDAGUR SAMGÖNGUMÁL Nokkuð hefur borið á því að fólk keyri í óleyfi um Héðinsfjarðargöng, að sögn Val- geirs Bergmanns Magnússonar, verkefnastjóra hjá Háfelli. Það sé hættulegt, því þótt búið sé að sprengja göngin verða þau ekki tilbúin fyrr en næsta haust. „Við höfum lent í því að fólk hefur verið að smygla sér þarna í gegn þegar við erum á staðnum, en það er meira um það að fólk sé að fara í gegn þegar við erum ekki,“ segir Valgeir. Oft hafi starfsmenn orðið varir við hjólför eða önnur ummerki þegar komið er til vinnu. Hann segir einstaka sinnum hafa staðið þannig á að fólk hafi fengið að fara í gegnum göngin í fylgd starfsmanna. Það sé hins vegar mjög hættulegt þegar fólk fari um göngin í óleyfi. „Það er ekki komin endanleg styrking á allt þannig að það getur enn hrunið úr loftinu. Þetta er enn þá vinnusvæði.“ Enn á einnig eftir að vinna við vegagerð, fráveitu- skurði og frágang á vatnsaga. Auk þess segir hann aðstæður í Héðinsfirði geta verið hættu- legar. „Ef það er til dæmis snjó- söfnun við Héðinsfjörð og fólk fer út af þá er ekkert símasamband þar.“ Valgeir segir að orðrómur hafi komið upp um að það stæði til að hafa göngin opin milli jóla og nýárs, því þá verði ekki unnið í göngunum. Það sé þó alls ekki rétt. „Það væri enn þá hættu- legra, því þarna verður enginn fyrr en eftir áramót.“ Vegagerð- in hefur því ákveðið að loka göng- unum tryggilega fram til 4. jan- úar. Ráðstafanir verða þó gerðar til að opna þau í neyðartilfellum fyrir lögreglu, sjúkraflutninga og slökkvilið, ef svo ber undir. thorunn@frettabladid.is HÉÐINSFJARÐARGÖNG Héðinsfjarðargöng liggja annars vegar milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og hins vegar á milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar. Heildarlengd ganganna er rúmlega ellefu kílómetrar, en þau stytta leiðina milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar talsvert. Leiðin um Lágheiði styttist úr 62 kílómetrum og um Öxnadalsheiði styttist úr 234 kílómetrum í fimmtán kílómetra. Í óleyfi um ókláruð Héðinsfjarðargöng Mikið hefur verið um að fólk keyri í leyfisleysi í gegnum Héðinsfjarðargöng. Göngin eru ekki tilbúin og það getur verið stórhættulegt að keyra í gegnum þau og um millikaflann um Héðinsfjörð, að sögn verkefnastjóra ganganna. ÚR GÖNGUNUM Þótt nú sé búið að sprengja í gegn eru göngin ekki tilbúin fyrir umferð. Hrafnkell Kristjánsson, íþróttafréttamaður á Ríkisút- varpinu, er látinn. Hrafnkell lenti í alvar- legu bílslysi á Hafnar- fjarðarvegi 18. desem- ber. Tveir aðrir létu lífið í slys- inu. Hrafn- kell hafði legið þungt haldinn á Landspítalanum og lést á jóladag. Hrafnkell var 34 ára gamall og lætur eftir sig konu og tvö börn. Lést eftir bílslys HRAFNKELL KRISTJÁNSSON ÍRAN, AP Fjórir mótmælendur voru skotnir til bana í Teheran, höfuðborg Írans, í gær. Meðal hinna látnu var frændi stjórnarandstöðuleiðtogans Mirs Hoss- eins Mousavi, að sögn breska ríkisútvarpsins. Tugir særðust og um þrjú hundruð manns voru handteknir í mótmælunum. Um þessar mundir halda sjía-múslimar hátíð til minningar um spámanninn Imam Hussein. Stjórnar- andstaðan hefur notað hátíðisdaga undanfarna mán- uði til þess að mótmæla, og var mótmælt í að minnsta kosti fjórum borgum landsins í gær. Til átaka kom á öllum stöðum. Mótmælendur köstuðu steinum í lögreglumenn og kveiktu í mótorhjólum og bílum lögreglunnar. Lög- reglan reyndi að dreifa mótmælendum með táragasi og með því að skjóta viðvörunarskotum í loftið. Því næst var skotið á fólk. Lögregla í Teheran hefur neitað því að fólk hafi látið lífið. Ekki hafi verið skotið á mótmælendur og lögreglumenn á vakt hafi ekki einu sinni borið skot- vopn. Átökin í gær voru þau blóðugustu síðan mót- mælin stóðu sem hæst í júní síðastliðnum. - þeb Blóðug átök lögreglu og mótmælenda í Íran þar sem fjórir létu lífið: Mótmælendur skotnir til bana KVEIKT Í Mótmælendur kveiktu elda til að loka götum í borg- inni Teheran í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Tveir af fimm nefnd- armönnum peningastefnunefndar Seðlabankans kusu gegn tillögu seðlabankastjóra um 0,5 prósentu- stiga lækkun aðhalds peninga- stefnu bankans. Þetta kemur fram í nýbirtri fundargerð peningastefnu- nefndarinnar fyrir síðustu vaxta- ákvörðun sem var 10. desember. Þeir tveir sem á móti voru vildu taka smærri skref og ekki minnka aðhald peningastefnunnar um nema 0,25 prósentustig. „Þessir tveir nefndarmenn héldu því fram að enn væru nokkur afar mikilvæg mál óleyst sem gætu leitt til hækk- andi áhættuálags á fjárskuldbind- ingar í krónum. Lausn Icesave- deilunnar, sem væri forsenda þess að hægt væri að skýra skuldastöðu hins opinbera, væri enn ekki í höfn og ekki væri ennþá búið að afgreiða fjárlög fyrir árið 2010. Einn nefnd- armaður var þar að auki þeirrar skoðunar að verðbólguhorfur til skemmri tíma væru enn nokkuð óvissar. Því væri ekki hægt að horfa algerlega fram hjá hættunni af annarrar umferðar áhrifum á verð- bólgu,“ segir í fundargerð peninga- stefnunefndarinnar. Nefndarmenn voru þó eins og áður sammála um að héldist gengi krónunnar stöðugt eða styrktist og verðbólga hjaðnaði ættu áfram að vera til staðar for- sendur fyrir frekari slökun pen- ingalegs aðhalds. - óká Tveir peningastefnunefndarmenn af fimm kusu gegn tillögu seðlabankastjóra: Vildu meira aðhald peningamála FRÁ KYNNINGU Arnór Sighvatsson, Már Guðmundsson og Þórarinn G. Pétursson fara yfir forsendur vaxtaákvörðunar. BANDARÍKIN,AP Maður var hand- tekinn um borð í flugvél á leið frá Amsterdam til Detroit í Banda- ríkjum í gær. Tveimur dögum fyrr var maður, sem reyndi að sprengja sprengju í flugvél á sömu leið, yfirbugaður af öðrum farþegum. Maðurinn er sagður hafa látið ófriðlega, en meira um málið var ekki komið í ljós þegar Frétta- blaðið fór í prentun. Ekki er vitað hvort mennirnir tveir tengist. 255 farþegar voru um borð í vélinni. Maðurinn er sagður vera frá Nígeríu, líkt og sá sem var hand- tekinn á föstudag. Báðir menn- irnir eru í haldi lögreglu. - þeb Flugvél á leið til Detroit: Annar maður handtekinn ÍTALÍA, AP Sjö manns létu lífið í snjóflóðum í norðurhluta Ítalíu um helgina. Tveir ferðamenn létu lífið í einu snjóflóðanna. Fjórir björg- unarmenn sem leituðu þeirra lentu í öðru snjóflóði og létust líka. Þá lést fjórtán ára drengur í enn öðru snjóflóði. Annars staðar í landinu voru miklar rigningar sem ollu því að ár flæddu yfir bakka sína og aur- skriður féllu. Hundruð manna þurftu að yfirgefa heimili sín og margir vegir lokuðust. Miklar skemmdir hafa orðið af þessum sökum, en enginn hefur slasast enn sem komið er. - þeb Veðrið leikur Ítali grátt: Sjö létust í snjó- flóðum á Ítalíu Ragnar, verða nýju þættirnir geðveikt góðir? „Já, svo geðveikir að þjóðin verður öll lögð inn í framhaldinu.“ Ragnar Bragason vinnur að nýjum sjónvarpsþáttum sem munu að einhverju leyti eiga sér stað á geðdeild. Á FLUGVELLINUM Flugvélarnar tvær voru báðar frá Delta Airlines og á leið frá Amsterdam til Detroit. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Flokka rusl af krafti Hólmvíkingar og nærsveitungar hafa tekið til við að flokka rusl af miklum krafti eftir að Sorpsamlag Stranda- sýslu opnaði móttökustöð fyrir flokk- aðan úrgang fyrr í desember, að því er segir á fréttavefnum Strandir.is. UMHVERFISMÁL ATVINNUMÁL Félags- og trygg- ingamálaráðuneytið hefur falið Vinnumálastofnun að tryggja það markmið að enginn verði atvinnulaus lengur en þrjá mán- uði án þess að bjóðast vinna eða virkniúrræði. Fram kemur á vef Vinnumála- stofnunar að markmiðinu skuli náð gagnvart fólki yngra en 25 ára fyrir 1. apríl á næsta ári og 1. september fyrir aðra. „Vinnu- málastofnun mun ná settu mark- miði í nánu samstarfi við stéttar- félög, fyrirtæki og sveitarfélög,“ segir á vef stofnunarinnar, en þar er jafnframt greint frá fimm leiðum sem til samans er ætlað að myndi yfir 2.000 ný starfs- eða námstækifæri fyrir ungt fólk. - óká Aðgerðir gegn atvinnuleysi: Úrræðaleysi vari ekki lengur en þrjá mánuði BRETLAND Tómas Marteinsson fasteignasali hefur orðið fyrir aðkasti vegna Icesave-málsins, en Tómas er búsettur í Bretlandi með fjölskyldu sinni. Í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi segir Tómas að skemmdarverk hafi verið unnin á heimili fjöl- skyldunnar og bíl. Þegar hann vaknaði á aðfangadagsmorgun var búið að spreyja stóran kross á útidyrahurðina. Þá var búið að setja krossa á bíl þeirra og skrifa með stórum stöfum „Pay people back“ sem á íslensku þýðir borgið fólki til baka. Tómas seg- ist tengja verknaðinn beint við Icesave-málið. - þeb Íslendingur í Bretlandi: Skemmdarverk vegna Icesave HAFTYRÐILL Í LÓFA Hafa borist undan vindi og upp á land í Siglufirði. NÁTTÚRUFAR Nokkuð hefur verið um að haftyrðlar hafi borist undan vindi og upp á land í Siglu- firði og nágrenni, að því er fram kemur á fréttavef Siglufjarðar, siglo.is. Hvatt er til þess að bjarga fugl unum með því að koma þeim aftur á sjóinn, jafnskjótt og unnt er, en besti staðurinn til þess sé smábátahöfnin í Siglufirði. Haftyrðill er minnsti svartfugl í Norður-Atlantshafi og er sagð- ur hafa verpt hér á landi áður fyrr, meðal annars í Grímsey, en þeir komi stundum hingað í tölu- verðum mæli norðan úr höfum á veturna. Fuglarnir eru fislétt- ir og viðkvæmir og kemur fyrir að þeir berast hingað í stórum hópum undan stórviðri. - óká Sjófuglar í vandræðum: Haftyrðill berst á land í rokinu Drykkjulæti á Blönduósi Einn gisti fangageymslur á Blönduósi aðfaranótt sunnudags vegna mikillar ölvunar og drykkjuláta. Hann lét eins og vitlaus maður og var því handtek- inn og látinn sofa úr sér. LÖGREGLUFRÉTT SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.