Samtíðin - 01.06.1955, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.06.1955, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN Veistu ? 1. Hver orti þetta: mörg höndiii, sem kærast þig kvaddi þá, hún kveður þig ekki í sumar. 2. Hver sagði þessi orð: „Minnizt J)ess, að harðstjóri er maður ótta- legri en óargadýr11. 3. Hvað lieitir höfuðborg Luxem- burgríkis ? 4. Hvað lieitir forseti Finnlands? 5. Ilver er elzti og lengsti skipa- skurður heimsins? Svörin eru á hls. 29. /íí'n i pessa heitis: Albert Guðmundsson: Agaleysið í íslenzkri knattspyrnu ........... Bls. 3 Astarjátningar................... — 4 Ingólfur Davíðsson: Gamankvæði .. — 5 Dægurlagatextinn ................ — 5 Kvennaþættir Freyju .............. — 6 Þórir þögli: Sögulok (saga)...... — 9 Óleysta gátan (saga) ............ — 11 Maður aldarinnar, Alb. Schweitzer — 13 Afbrotamennirnir og þöglu vitnin — 16 Bridgeþátturinn .................. — 18 Ævisaga ísl. hetjusöngvara....... — 20 Kjörorð frægra ntanna............. — 22 Erlendar bækur .................. — 25 Skopsögur. — Þeir vitru sögðu o. m. fl. Skopsögur. — Þeir vitru sögðu o. m. fl. Forsíðumyndin er af LANA TURNER í M.G.M. kvikmyndinni „Mr. Imperium“, sem Gamla Bíó sýnir. Ástuw'játninyar Það er örðagt að leyna hatri, enn þá örðugra að leyna ást, en allra örðugast að leyna kæruleysi. — Lud- vig Börne. Vottaðu konu aðdáun þína, og hún mun dást að smekkvísi þinni. — X. Ástin er dásamlegasta náðargáfa sálarinnar og æðsta takmark mann- anna. — Lacordaire. Tárin eru öflugt vopn í hendi kon- unnar. — St. Evremont. Ástin á sér því aðeins takmörk, að fólk sé tiifinningasnautt. — Frú de Lambert. í ást ganga konur lengra en flest- ir karlmenn, en karlmennirnir eru konunum vinfastari. — la Bruyére. Konan er nákvæmlega eins há og hún kemur karlmanninum fyrir sjónir. — J. Michelet. Dugleg móðir, sem getur komið börnum sínum vel til manns, er hinn bezti þjóðfélagsþegn. — H. G. Wells.v Ástfanginn maður segir töfrandi orð, án þess að hann gruni það sjálf- an. Hann talar mál, sem hann hefur aldrei lært. — Stendhal. Iíonur, sem alltaf hafa baðcið í rósum, verða að vera við því búnar að rekast öðru hverju á þyrna. — Louis Wain. Engir dæma óvægilegar um hegð- un kvenna en kvennabósar. — Bon- ald. GULLSMIÐIR Steinþór og Jóhannes, Laugavegi 30. Sími 82209. TRÚLOFUNARHRIN GIR, 14 og 18 karata, STEINHRIN GIR, GULLMEN.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.