Samtíðin - 01.06.1955, Blaðsíða 20
16
SAMTÍÐIN
^4á
w
■Lóverd
yrem
a wululU a.
Afbrotamennirnir óttast þöglu vitnin mest
TÆIvNIDEILDIR rannsóknarlög-
reglunnar í nútímaþjóðfélögum
vinna um þessar mundir mikið og
athyglivert starf í baráttunni við
afbrotafólkið. Ekkert óttast þetta
ógæfusama fólk meira en afrek
tæknisérfræðinganna, sem láta hin
þöglu vitni tala. Skyldu menn hafa
gert sér grein fyrir því, að á rithönd
sérhvers manns eru einkenni, sem
ekki fyrirfinnast nema hjá einum
manni af hverjum 100.000? Og ætli
menn viti, að ritvélin þeirra getur
verið þeim enn hættulegri en rit-
höndin? Afbrotamenn óttast fingra-
för sín mest af öllu. Þeir vita af
miklu umtali og síendurteltnum
hlaðaskrifum, að. fingraför á af-
brotastöðum jafngilda oft og einatt
því, að glæpamaðurinn hafi skilið
þar .eftir nafn sitt og heimilisfang.
En það eru lil margs konar nafn-
spjöld, ef við viljum viðhafa það orð
í þessu sambandi. Enda þótt menn-
irnir virðist næsta líkir fljótt á litið,
eru þeir ótrúlega ólikir. Þetta vita
sakamálasérfræðingarnir manna
bezt. Vísindagrein þeirra hefur á
síðustu tímum farið svo mikið fram,
að telja má, að dagar hinna „óskeik-
ulu afbrotamanna“ séu nú alveg
taldir, sem betur fer.
★ Óafmáanleg- spor
LEYNILÖGREGLUMENN nútím-
ans segja: Ef þú ætlar að fremja af-
brot og heldui’, að þú getir dulizt
okkur, skaltu hafa þetta hugfast:
Þú ert í blóðflokki, sem ekki verð-
ur breytt. Sú staðreynd getur komið
upp um þig.
Við mundum verða að rannsaka
fingraför fi'i-OOO miltj. manna, áður
en við rækjumst á för, sem væru al-
veg eins og þín.
Tennur fólks eru svo ólikar, að
skoða verður upp í milljónir manna
til að fiiuia tennur tveggja manna
af nákvæmlega sömu gerð.
Hár þitt er sérkennilegra en þú
heldur. Sú staðreynd getur jafnazt
á við nafn þitt og heimilisfang í
höndum tæknilögreglunnar.
Hrákar og líkamsvessar geta einn-
ig komið upp um afbrotamenn.
Visindamenn geta gert sér grein
fyrir stærð manns, ef þeir hafa eitt
bein úr líkama hans fyrir sér. Af
þvi er hægt að reikna út hæð manns-
ins með vísindalegri nákvæmni, sjá,
lwort karl eða kona á hlut að máli
o. s. frv.
Þá er rykið eitt hinnu þöglu vitna,
og ryk sezt alls staðar, eins og menn
vita.
Það má rekja feril byssukúlunnar
til byssuhlaupsins og hnífsstungunn-
ar til hnífsins. Eitur er einnig hægt
að þekkja.
Næstum þvi hver maður hefur sér-
kennilegt göngulag. Þess vegna get-
ur sérhvert fótspor komið upp um
afbrotamanninh.