Samtíðin - 01.06.1955, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.06.1955, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 Fáeinir dropar af angistarsvita geta komið upp um afbrotamann. Það er hægt að gera sér grein fgrir andlegri og líkamlegri hæfni hans í sambandi við tegund afbrotsins. Tækríilögreglan kann orðið ótal margt, sem betur fer. Hún skapar okkur, friðsömum þegnum, i nú- tímaþjóðfélági ómetanlegt öryggi fyrir hinuín villuráfandi afbrota- lýð, sem sækir sér sí og æ nýja og nýja þekkingu í glæpabókmenntirn- ar. Þar læra unglingarnir stafróf glæpamennskunnar. Nú hafa tækni- deildir rannsóknarlögreglunnar jafnvel tekið kjarnorkuvísindin í þágu eftirgrennslana sinna. ★ Tæknin hefur sigrazt á ótrúlegum erfiðleikum Hér að framan hefur samkvæmt visindalegum upplýsingum verið getið nokkurra af þeim hættum, sem afbrotamenn nútímans verða að gera sér grein fyrir, ef þeir eiga ekki að ganga að því visu að lenda i höndum löggæzlumannanna. Nú skulu samkvæmt sömu heimildum nefnd dæmi um afbrotamenn, sem ekki tókst að dyljast, enda þótt hyggnir þættust vera. Beckert nokkur, ritari í Stendisveit Þjóðverja i Chile, hélt, að hann gæti framið .eitt þessara „fullkomnu af- brota“. Hann skrifaði nafnlaus bréf til sendiráðsins. í þessum bréfum hótaði hann sjálfum sér dauða, og einn góðan veðurdag fannst hann líka dauður í rústum sendiráðshúss- ins, sem hafði verið brennt til grunna. Hringur og fleira, sem fannst á líkinu, leiddi í ljós, að sá látni hlyti að vera Beckert og enginn annar. En tannlækni nokkurn furð- aði á því, að framtennurnar á líkinu böfðu verið brotnar út munni þess. Hann ráðlagði, að rannsókn yrði framkvæmd á tönnum líksins, og kom þá í ljós, að jaxlar þess voru í bezta lagi. Nú var það hins vegar vitað, að Beckert hafði. mjög lélega. jaxla. Nánari rannsókn leiddi í ljós, að sá látni var enginn annar en liús- vörðurinn í sendiráðinu. Beckert var aftur á móti handtekinn við landa- mæri Chile með milda peninga á sér. Hafði hann stolið þeim og lagt síð- an á flótta eftir manndráp og hús- bruna. Nokkrir dularfullir stuldir áttu sér stað í Frakklandi. Við rannsókn komu í ljós fingraför, sem voru ger- ólík öllum fingraförum, sem rann- sóknarlögreglan hafði áður séð. Gat verið hér um fingrafara/ó'/szm að ræða? spurðu sérfræðingarnir hver annan. Þá datt snjöllum leynilög- reglumanni í hug, að förin gætu ver- ið eftir apa. Leitaðir vorú uppi allir apaeigendur borgarinnar. Einn þeirra hafði talið sér trú um, að þjófnaður, sem api hefði verið lát- inn fremja, mundi ekki geta komizt upp! Hann átti eftir að komast að raun um hið gagnstæða. Báðizt hafði verið á konu í inyi’kri. Hún gat engar upplýsingar gefið um tilræðismanninn. Maður var tekinn fastur, hálfl í hvoru af handahófi. Hann harðneitaði, að hann hefði ráðizt á konuna. En sekur var hann nú samt um þennan glæp. í svipting- unum við konuna hafði. fanturinn

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.