Samtíðin - 01.06.1955, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.06.1955, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN Þarna, þarna örlar á hvíiri jöknl- buiu/u yfir hafflötinn. Öðru hverju hverfur hún, þegar skipið sígur nið- ur af ölduhryggjunum, en þó skýr- ist hún og stækkar með hverri mín- útu, sem líður. „Landið mitt, landið mitt,“ mælir hann í hálfum hljóðum, þessi víð- förli nútímavíkingur, og tárin brjót- ast fram i augun, fagnaðartár .... „Skal þig nú vanta í soðið enn þá einu sinni, Mangi góður? Þú hefur náttúrlega runnið á steinbítslyktina. Þar ku nú vera fjörefnin í. Og hún vill trúlega hafa þig í fulluni fær- um, maddaman, vænti ég!“ Það er Lárus, fermingarbróðir Magnúsar, sem kallar til lians út um dyrnar á beituskúrnum sínum og slítur nú söguþráðinn fyrir honum. „Þú mátt hirða það, sem þú vilt, af þessum steinbítshvolpum, Magn- ús minn,“ bætir Lárus við, og tó- bakstaumarnir renna niður hökuna á honum, þar &em hann stendur og hamást við að skera beituna i næsta róður. Maguús man nú, hverra erinda liann gekk að heiman, þakkar gott boð, tekur stærsta steinbítinn úr hrúgunni og heldur lieimleiðis. Hann leggur feng sinn við dyrnar heima iijá sér, en fer elcki inn. Hon- um líður einkennilega illa, þótt liann hafi nú séð fyrir þörf heimilisins næsta dag. Tvisvár hefur hugsana- þráður bans verið harkalega slitinn af iiversdagslegum smámunum. Honum hefur verið meinað að njóta þess þáttar í tilveru sinni, sem með fjölgandi aldursárum hefur orðið bonum æ dýrmætari, og honum hef- ur nú fyrst í kvöld Imgkvæmzt og skilizt, að gæti, ef vel tækist, orðið til þess, að óskadraumur bernsku bans breyttist i veruleika. Og Magnús leitar út úr þorpinu, leitar einverunnar eins og svo oft áður. Flýr veruleikann i gervi stein- bítsins, sem nú stirðnar í frostinu úti fyrir dyrum heimilis bans. Hann gengur út á Krókeyrarliöfðann. Þar hefur liann margsinnis s,etið og horft á skipin sigla framhjá. Kvöldroðinn á vesturhimninum er nú að mestu bliknaður, bláleit rökk- urslæða læðist yfir. Yfir brún aust- urfjallanna blikar ein fölleit stjarna. Úti á flóanum sést reykur úr skipi. Magnúsi léttir í huga, þegar hann kemur út úr þorpinu. Hér þarf hann tæplega að óttast að verða truflaður. Kvöldróin grúfir órofi vfir snævi- þöktum Höfðanum. .... Skipið hefur siglt marga sól- arhringa, dimmblátt sólstafað haf um daga, glóandi haf af maurild- um um nætur. Nú liggur það í höfn á strönd Norður-Afríku. Hann dvelst í landi til þess að kynnast lífi og háttum íbúanna. Hvar sem hann fer, snýr fólkið sér við á götunni til að horfa á þennan bjarta, norræna víking. Bláðheitar konur með blæju fyrir andiiti, berfætt börn og þel- dökkir karlmenn með vefjarhetti á höfði. Allir veita þessum norræna risa óskipta athygli. Sólin hellir brennheitum geislum sinum yfir borgina. íslendingurinn þjáist af hit- anum. Hann þráir ósvikna íslenzka hafgolu. Hann leitar niður til bað-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.