Samtíðin - 01.06.1955, Blaðsíða 24

Samtíðin - 01.06.1955, Blaðsíða 24
20 SAMTÍÐIN Saga íslenzks hetjusöngvara ÞAÐ nálgast ævintýri, þegar lista- maður frá jafnfámennri þjóð og okkur rýður sér braut til frama með stórþjóðum, svo geysihörð er sam- keppnin þar og margvíslegir örðug- ieikar á vegi útlendingsins. Pétur Á. Jónsson óperusöngvari er einn hinna örfáu isl. afburða- manna, er hlotið hafa óskoraða við- urkenningu erlendis. Hann var um margra ára skeið mjög dáður lietju- tenór við þýzk söngleikahús. Nú er Pétur löngu alkominn heim, en eftir lifir orðstirinn um mikinn lista- mann, sannan íslending, góðan dreng. Það er vel, að jafnritfær maður og Björgúlfur læknir Ólafsson, bekkjarbróðir Péturs, hefur skrifað bók um hann sjötugan (Helgafells- forlag). A titilblaði segir, að bókin sé samin eftir frásögn Péturs sjálfs, en lítt verður þess vart, því að sögu- hetjan er jafnan í 3. persónu. Frá- sögnin um æskuárin í Reykjavík kringum aldamótin bregður uppgeð- þekkum myndum úr bæjarlifinu. í næsta kafla um tannlækninganám Péturs í Khöfn, að afloknu stúdents- prófi 1906, er því vel lýst, hvernig örlögin beindu honum inn á söng- listarbrautina, svo að ekki varð rönd við reist. í seinni köflum rits- ins er skilmerkilega lýst störfum Ef það er ljósmynd, þá talið fyrst við okkur. Barnaljósmyndir okkar eru löngu viðurkenndar. Ljósmyndastofan Loftur h.f. Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í síma 4772. Daníel Þorsteinsson & Co. h.f. Bakkastíg, Reykjavík. Símar 2879 og 4779. Utgerdarmenn og sjómenn! Þekking, fagleg kunnátta og löng reynsla vor við nýsmíði og hvers konar viðgerðir á skipum er bezta trygging fyrir vandaðri vinnu og traustum frágangi á skipum yðar. • hressir m kœf/r

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.