Samtíðin - 01.06.1955, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.06.1955, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN unum í heilu siðfræðikerfi, og fjöl- margir meiri háttar kennimenn og uppeliiisfrömuðir hafa tekið henni tveim höndum. Það er von Schweitz- ers, að fyrir atheina þessara manna megi siðfræði hans á sínum tíma verða til þess að stuðla að friði í heiminum. Árið 1950 var gengizt fyrir at- kvæðagreiðslu meðal rithöfunda, tónsnillinga og annarra listamanna úr seytján þjóðlöndum um það, hver væri „maður aldarinnar". Schweitz- er var kjörinn og hlaut jafnframt þessi ummæli: Ef hugsjónir hans næðu fram að ganga, mundu þær leysa vandamál mannkynsins. SCHWEITZER átti sér frá blaulu harnsheini einlæga ást til manna og málleysingja. Er hann var barn, fékkst hann ekki til að fara í nýja skó, sem foreldrar hans gáfu hon- um, af því að fátæku börnin í þorp- inu Giinsbaeh i Elsass, þar sem hann var í heiminn borinn, áttu ekki nýja skó líka. Ekki fékkst hann heldur til að veiða fisk, af því að honum ógnaði meðferðin á maðkinum, sem notaður var í beitu, og ekki síður fiskinum, scm á öngulinn beit. „Ó, himneski faðir, blessaðu allt, sem lífsanda dregur,“ hað hann á hverju kvöldi. Alhert Schweitzer fæddist 14. jan. 1875. Faðir hans var mótmælenda- prestur, og var því ekki undarlegt, þótt hugur sonarins hneigðist snemma að guðfræði. Átta ára gam- all var hann orðinn furðu kunnugur heilagri ritningu og tekinn að velta fyrir sér með gagnrýni ýmsum frá- sögnum hennar. Barnsliuga hans var öldungis um megn að skilja, hvers vegna fjölskylda Jesú var tal- in fátæk, eftir að henni höfðu verið færðar dýrar gjafir: gull, reykelsi og myrra. Þá fannst honum og alveg óskiljanlegt, að vitringarnir frá Austurlöndum skyldu ekki hafa hirt um að veita Jesúbarninu þjónustu nema einu sinni. Þessar og þvílíkar spurningar ork- uðu á hug ungmennisins, einnig á háskólaárunum i Strasbourg, þar sem Schweitzer lagði jöfnum hönd- um stund á heimspeki og guðfræði. Sumar þeirra stríddu einnig á hug- ann, eftir að hann var orðinn prest- ur í Strasbourg. Þessi andlegu við- fangsefni urðu uppistaðan i hók lians um Jesú Krist, sem út kom ár- ið 1906 og aflaði höfundi sínum heimsfrægðar. Þar vóru til meðferð- ar tekin atriði úr lífi og kenningu meistarans, sem höfundi virtist, að cinkum hefðu verið misskilin. Jesús var að hans áliti Guðsson, gæddur guðlegu eðli, en heimurinn hafði hvorki skilið sögu hans né kenning- ar. Jafnframt því, sem Schweitzer var orðinn heimsfrægur guðfræðingur og rithöfundur, kom í Ijós, að hann var gæddur undraverðri tónlistar- gáfu. Það lék ekki á tveim tungum, að hann var mestur organleikari í Norðurálfu, en auk þess hafði hann samið frábærlega snjalla ævisögu hins mikla orgelmeistara Jóhanns Sebastíans Bachs. En ,ekkert af því, sem nú er talið, nægði þessum mikla mannvini 20. aldarinnar. Þrítugur vegur hann og

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.