Samtíðin - 01.06.1955, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.06.1955, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 ÞEIR VITRt HERMANN JÓNASSON: „Gerum við ekki allt of lítið og jafnvel flest- um menningarþjóðum minna að því að fræða þjóðina um heilsuvernd og heilbrigði? Ég tel vafalítið, að svo sé. Við heyrum sjaldan lækna tala um þessi mál í útvarp, og fræðsla um þessi efni virðist lítt tiltæk fyrir þjóð- ina. Ég er ekki í neinum vafa um, að þessi skortur á almennri fræðslu er mikil yfirsjón og að á þessu þarf að verða gagnger breyting. Hins veg- ar er það ekki vandalaust né einfalt mál, hvernig þessari fræðslu verði bezt fyrir komið, þannig að hún komi að sem almennustu gagni fyrir þjóð- ina.“ HENRI MATISSE: „Sköpun er hið sanna hlutverk listamannsins; þar sem ekki er nein sköpun, er ekki um neina list að ræða.“ ARNULF ÖVERLAND: „Barn krefst réttlætis, og ef því finnst sér vera misboðið af öðrum, leitar það trausts hjá foreldrum sínum. Þegar menn hafa náð þeim aldri, að ekki tjáir lengur að flýja á náðir foreld:- anna, verður þeim að lærast að vera sanngjarnir, bæði við sjálfa sig og aðra“. BERNARD SHAW: „Ef einhver lítur einarðlega framan í mig, þeg- ar hann er að fullyrða eitthvað við mig-, veit ég alveg fyrir víst, að hann er að gabba mig. Okkur er sagt, að lygarar geti aldrei litið framan í nokkurn mann. Sannleikurinn er sá, að það er það eina, sem þeir geta.“ NÝJAR II EKI It Sigurbjörn Einarsson: Trúarbrögð mann- kyns. 3ö4 bls., íb. kr. 95.00. Sálmabók til kirkju- og heimasöngs. 2. prentun. 523 bls., íb. kr. 60.00. Helga Sigurðardóttir: Matur og drykkur. Matreiðslubók með litmyndum. 519 bls., íb. kr. 150.00. Brent Harrison: Systir keisarans. Ævisaga Pálínu Bonaparte. Thorolf Smith þýddi. 267 bls., íb. kr. 75.00. Gunnar Dal: Þeir spáðu í stjörnurnar. Ævisaga fremstu heimspekinga mann- kynsins. 256 bls., ób. kr. 48.00, íb. 68.00. Iíoy Chapman Andrews: Undir heilla- stjörnu. Ferðasaga um höf og lönd. Hersteinn Pálsson og Thorolf Smitli þýddu. 207 bls., íb. kr. 65.00. Elínborg Lárusdóttir: Merkar konur. Frá- söguþættir af merkum íslenzkum kon- um. 181 bls., íb. kr. 58.00. Þorbjörn Björnsson: Skyggnzt um af heimahlaði. Minningaþættir. 211 bls., ób. kr. 48.00, íb. 68.00. Þórarinn Gr. Víkingur: Komið viða við. Endurminningar og sagnaþættir. 252 bls., ób. kr. 55.00, íb. 75.00. Ari Arnalds: Sólarsýn. Gömul kynni. 157 bls., ób. kr. 50.00, íb. 70.00 og 85.00. Sigurður Jónsson: Einn á ferð og oftast ríðandi. Ferðaminningar. 243 bls., ób. kr. 48.00, ib. 68.00. Kristján Sigurðsson: Þegar veðri slotar. Æviþættir og Ijóð. 187 bls., ób. kr. 43.00, íb. 60.00. Vilhjálmur S. Vihjálmsson: Tak hnakk þinn og liest. Minningaþættir Páls Guð- mundssonar á Hjálmsstöðum. 237 bls., ób. kr. 77.00, íb. 90.00. Jón Björnsson: Dauðsmannskleif. Þættir frá liðnum öldum. 207 bls., ób. kr. 40.00, íb. 62.00. Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaup- ið bækurnar þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu um land allt. BÖKAVERZLUN ISAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F. Austurstræti 8, Reykjavík. Sími 4527.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.