Samtíðin - 01.11.1955, Side 10
(i
SAMTÍÐIN
lag sitt í alls konar „poka“-fötum og
verði að tízkufyrirbrigðum á kostn-
að þess kvenlega, eðlilega og upp-
runalega, sem karlmenn dá og elska
mest af öllu.
★ Vetrartízkan 1955/56
Hið lieimsfræga tízkuhús mun
framvegis sem áður verða rekið und-
ir nafni Jaques Fath. Stefnu þess, að
undirstrika hið fegursta í vaxtarlagi
konunnar, mun haldið óhreyttri. —
Mittið á kjólnum er þar, sem vera ber.
Kjólarnir eru flegnir í hálsinn og
körfulaga til að prýða vöxtinn. Axl-
irnar eru breikkaðar með fellingum.
„Af því að konur sitja mikið í sam-
kvæmum og lítið ber því á pilsum
þeirra, verður að leggja sérstaka
rækt við efri hluta kjólanna,“ segir
frú Fath. Hún hefur að þessu sinni
skapað vetrartízkuna samkvæmt
tveim línum, sem mjög erfitt er að
gefa íslenzk nöfn. Sú fyrri, er helzt
mætti kalla topplínuna, byggist á
belgermum á síðdegisdröktum og
kvöldkápum. Hin línan, eldingarlín-
an svonefnda, dregur nafn sitt af
skökkum eða x-mynduðum hnappa-
röðum óg skálhöllum fellingum. Dag-
kjólar og kápur eru fremur þröngar.
Kjólasíddin er 35 sm frá gólfi. Káp-
ur eru ýmist klukkulaga eða með
sígildu frakkasniði og falla hér um
bil að líkamanum. Ermarnar eru
skemmtilegar, djúpt ísettar, víkka
Vel klædd
kona kaupir hattana hjá okkur.
HATTAVERZLUN ÍSAFOLDAR H.F.
Bára Sigurjónsdóttir,
Austurstræti 14. Sími 5222.
upp eftir og eru þar skreyttar dýr-
um skinnum. Loðskinn eru mikið í
tízku, líka á vetrarkjólunum.
2. ráð til að karlmönnum
lítist á þig.
LÆRÐU AÐ NOTA augun. Láttu
þau tala. Augun eru gluggar, sem
flestir karlmenn geta greint dulda
kynhvöt gegnum. Augu þín geta lát-
ið í ljós margvíslegar tilfinningar, án
þess að þú mælir orð frá vörum.
Karlmenn verða oft frá sér numdir
við fyrsta tillit stúlku, sem kaim að
beita augunum.
Ef þú vilt þjálfa augu þín og gera
þau máttug, skaltu taka þér stöðu
fyrir framan spegil og byrgja allt
andlitið nema þau. Reyndu svo að
finna til ástar, haturs, angistar, ör-
væntingar, gleði, sorgar eða ástleitni,
og láttu augun jafnframt túlka allar
þessar tilfinningar. Með því að gera
þessar æfingar nokkrum sinnum
verða augu þín smám saman svo
lcikin í listinni, að þau geta í einu
vetfangi túlkað hverja tilfinninguna
el'tir aðra. Þú kemst brátt að raun
um, að þau hafa öðlazt seiðandi mátt,
sem ekkert stenzt fyrir.
Við birtum fleiri ráð í næstu heft-
um. Skrifaðu okkur, hvernig þetta
og 1. ráðið í seinasta hefti hafa gef-
izt, þegar þú hefur orðið vald á
augnaráði þínu.
GULLSMIÐIR
TRÚLOFUNARHRINGIR, 14 og 18
karata, STEINHRIN GIR, GULLMEN.
Steínþór og Jóhannes,
Laugavegi 30. Sími 82209.