Samtíðin - 01.11.1955, Page 15

Samtíðin - 01.11.1955, Page 15
SAMTÍÐIN 11 ennþá lakari. Það eru voða kvalir. Ég þekki ekki tilfinningar þínar. Ef til vill eru þær eins heitar. Ef svo er, þá er skipbrot okkar hræðilegt, — þyngra en tárum taki, eins og heim- ilisböl bislcupsins i Skálholti. Minningarnar leita fram í hugann. Minningar um þig. Manstu úti í garðinum daginn, sem svarti flæk- ingshundurinn kom? Þá varstu fljót að forða þér upp í tréð. Þú vai-st lipur, fikaðir þig á augabragði alla leið upp á efstu greinarnar. Ég kleif nú reyndar langt lika. En skelfing, held ég, að þér hafi hlotið að sýnast ég stirðbusalegur. Og svarti rakkinn. Sá var nú reiður. Hann var ennþá verr íþróttum búinn heldur en ég. Og ég þóttist viss um, að það færi ekki framhjá þér. Hann bar það ekki við að reyna að klífa tréð. Og mér var skemmt, þegar ég tók eftir því, hvernig þú hvæstir og skældir þig framan í hann. I því fólst botn- laus fyrirlitning. Og svo koma þessi ósköp fyrir í dag. Við verðum að reyna að jafna þetta, vina mín. Annars er ekki til nema ein leið. Þú skilm' það. Já, það er eins og mamma min sagði: Þá verðum við að skilja. Nú ætla ég að skjótast til næsta bæjar. Ég á að inna þar af hendi dálitla þjónustu fyrir hann pabba. Ég verð fljótur. Þegar ég kem aftur, verðui’ þú sennilega búin að lesa bréfið. Ég læt það liggja héma á borðinu, svo að þú rekir augun í það, er þú kemur inn í herbergið okkar. Og ég vona, að við verðum orðin sátt, áður en við förum að sofa í kvöld. Án sátta mundum við verða andvaka. Og það er leiðinlegt að liggja andvaka í myrkrinu. Þinn elskandi.“ I ljósaskiptunum kemur ungi mað- urinn aftur inn í herbergið. Þá situr hún á borðinu — einmitt þar, sem bréfið liggur. Hann sezt á stólinn. Þau horfast í augu, þegjandi, rannsakandi. Svo réttir hann fram höndina og strýkur henni um belginn. Hún rís á fætur, teygir fram höf- uðið, leggur vanga við vanga, vippar sér af borðinu og skríður i kjöltu hans. Þar hringar hún sig og malar værðarlega. Húmið lykst um þau tvö: litla, gráa kisu og tíu ára gamlan glókoll. 23. stafagáta X X X XXX X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X xxxxxxxx Setjið bókstafi í stað X-anna, þann- ig að út komi: 1. lína bókstafsheiti, 2. 1. hvíldi, 3. I. málmur, 4. 1. vítt, 5. 1. trjátegund, 6. 1. stúlka, 7. 1. kven- mannsnafn, 8. 1. borg í Svíþjóð. — Sé lesið niður eftir, mynda fremstu stafir línanna sjóntæki Ráðningin er á bls. 29. Leitið upplýsinga xun vátryggingu hjá Nordisk Brandforsikring A/S. Aðalumboð á íslandi, Vesturgötu 7. Reykjavík. Sími 3569. Pósthólf 1013.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.