Samtíðin - 01.11.1955, Síða 19

Samtíðin - 01.11.1955, Síða 19
SAMTÍÐIN 15 — ZDl. SABA SAMTÍÐARINNAR — Svíakonungur ráðgast við framliðinn KULDINN, sem nísti eins og morðkuti, lá yfir skógum Finnlands. Furutrén svignuðu í storminum, og hvít og nakin birkitrén bognuðu al- veg eins og þau engdust sundur og saman af sársauka. Nokkrir menn, sem safnazt höfðu kringum flöktandi eld, virtust þó óttast kuldann minna en hinn hræðilega boðskap, sem einn þeirra var að flytja þeim. Það var Karl 12. Svíakonungur, sem var að tala, og af orðum hans gat stafað ógn og tortíming ekki síður en af vetrar- storminum. Margar sögur voru sagðar af litla, gráklædda manninum, þjóðsagna- draugnum, sem öldum saman hafði einungis flutt konungbornum mönn- um miskunnarlausan boðskap sinn. Þar sem Karl konungur hafði komizt í miklar ógöngur og var nú ákaflega uggandi um sinn jarðneska hag, lék honum mjög hugur á að fá öruggar fregnir frá öðrum heimi. Hirðmenn hans, sem orðnir voru sorglega fáir, kjarklitlir og niðurdregnir, voru mjög mótfallnir þessari ævintýralegu spáfréttaleitun. Einn þeirra sagði: „En þér verðið drepinn, yðar hátign. Það er löng leið til litla, gráklædda mannsins, og óvinir yðar eru eins margir og trén í skóginum.“ Konungur yppti öxlum. „Ef ég hefði hlustað á heimska ráðgjafa,“ sagði hann með nokkrum hroka, „mundi ég aldrei hafa lagt út í för- ina til Narva nóvemberkvöldið góða fyrir fjórtán árum. Allir hershöfð- ingjar mínar voru þeirri ráðagerð mótfallnir. Engu að síður tókst að- eins fjögur hundruð riddurum min- um að hrekja sex þúsund manna rússneskt riddaralið á flótta! Verið þess minnugir! Meðan hríðin blés með hörkuafli, gereyddi ég rússneska hernum! Þessi gagngerði sigur minn mun verða skráður gullnu letri i frægðarsögu Svíþjóðar. Annar hirðmaður konungs, enn ó- feimnari en sá fyrri, mælti: „Já, yðar hátign, það var frægur sigur. En stundum — á köldum dögum eins og núna — minnumst við lika Péturs og Lyesna og Hadjacz — þar sem fuglar helfrusu á fluginu, og —“ „Já,“ tók annar hirðmaður gremjulega fram í fyrir honum, „jafnvel þótt himinn, haf og jörð væru andstæð okkur, var ekki um annað að ræða en að hlýða skipun- um konungsins, og nauðugir viljug- ir urðum við að leggja upp í herför dagsins.“ „ösigur!“ mælti konungur gram- ur. „Og skyldi það ekki verða sá síð- asti? Ég mundi aldrei hafa beðið hann, ef ég hefði ekki farið að ráðum fáeinna bjána.“ Hann varð hörku- legur á svip: „Hefði ég ekki tekið það ráð að ráðast á Rússa þar, sem sem raun varð á, mundu hersveitir minar aldrei hafa verið umkringdar við Perevolochna, — og ég mundi þá ekki hqfa neyðzt til að flýja til Tyrklands!“

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.