Samtíðin - 01.02.1953, Qupperneq 8
4
SAMTÍÐIN
ritstjóra suður í Argentínu um vitneskju
um forseta íslands, herra Svein Björns-
son, vegna sjötugsafmælis hans. Birtist
síðan ýtarleg frásögn um forsetann í arg-
entínskum blöðum, byggð á upplýsingum
frá skrifstofu félagsins. Á stríðsárunum,
meðan þýzk ritskoðun var í Danmörku,
gaf félagið út fréttablöð um ísland á
dönsku, og tóku hélztu blöð Danmerkur
upp frásagnir þeirra. Gátu Danir þannig
fylgzt með því, sem gerðist á íslandi, og
kom stjórnmálaþróunin hér þeim því síð-
ur á óvart. Átti starfsemi D. I. S. þannig
mjög mikinn þátt í að auka skilning Dana
á málstað íslendinga. í árbók félagsins
hafa verið prentuð öll helztu gögn um
aðdraganda sambandsslitanna og stofnun
ísl. lýðveldisins 1944. Munu þessi skjöl
hvergi hafa birzt á erlendu máli nema
þar. í seinustu árbók (1950—51) er birt
fróðleg frásögn um afnám sambandslag-
anna í Danmörku og þar m. a. prentuð
ummæli allra pólitískra flokksforingja
Danmerkur í því sambandi. Mun ýmsunt
íslendingum þykja fróðlegt að lesa þau.
Allmikill áhugi er fyrir íslandi í Noregi,
og hefur D. I. S. lánað til Noregs ýmsar
íslenzkar bækur úr lánsbókasafni sínu.
Formaður félagsins er Niels Nielsen
prófessor.
„Samtíðin“ veitir hverjum þeim,
er útvegar henni 5 nýja áskrifendur
og sendir árgjöld þeirra, að verð-
launum 50 króna nýútkomna bók.
Sá, sem útvegar 10, fær 100 króna
bók. Fyrir 15 nýja áskrifendur getið
þér valið um málverkabækur þeirra
Ásgríms, Kjarvals og Jóns Stefáns-
sonar, sem kosta 150 kr.hver.
„Samtíðin“ er tímarit allra lesandi
Islendinga. Eruð þér áskrifandi?
i rttiU um
BLE3NDRH1S >taffi
MAÐUR □□ K□ NA
Í þessum þætti birtast smáin sam-
an ýmsar merkustu ástarjátningar,
sem varðveitzt ltafa.
Huppdrætti ástarinnar er áþekkl
hverju öðru happdrætti. Það er ekki
hægt að ætla sér að vinna stóra vinn-
inginn, ef menn eiga aðeins átt-
ungsmiða. — Nis Petersen.
Það er auðveldara að vera elsk-
hugi en eiginmaður, af þeirri góðu
og gildu ástæðu, að erfiðara er að
vera andríkur á hverjum degi en
að segja eitthað fallegt stöku sinn-
um. t>~, Balzac.
Á nóttunni eru allar konur eins.
— Danskur málsliáttur.
Ástin er aldurslaus, því að hún
gngist alltaf af sjálfu sér. — Pascal.
Það er vissuleg'a ógæfa, sem jafn-
cist á við sjálfan dauðann, að bind-
ast því ævilangt, sem maður elskar
ekki; en að sjá það, sem maður ann
heitast, lenda í höndum annarra,
er miklu meiri ógæfa en dauðinn.
— Moliére.
Þegar karl og kona giftast og eru
hamingjusöm, hafa þau framlcvæmt
hugsjón og eiga sér einum draumi
færra en áður. —- Campoamor.
Ég vildi ég fengi að vera strá
og visna í skónum þinum,
því léttast gengirðu eflaust á
yfirsjónum mínum.
Páll Ólafsson.
GOTTSVEINN ODDSSON,
úrsmiður. — Laugaveg 10. — Reykjavík.*
Ef yður vantar góð herra- eða dömu-
úr, ættuð þér að tala við okkur.
Sendum um allt land.