Samtíðin - 01.02.1953, Page 11

Samtíðin - 01.02.1953, Page 11
SAMTÍÐIN af sínum fundi, að ég væri einskis orðinn vísari. Hann tók nú myndir með mismunandi tækjum, ýmsum að- ferðum og margvíslegum geislum, og fór i þetta mikill hluti dags, en jafnskjótt og myndirnar voru teknar, voru þær sendar í aðra stofu og fram- kallaðar með slíkum hraða, að ekki skipti nema fáeinum mínútum, en hver mynd hafði i för með sér ný vonbrigði, og að síðustu varð föru- nautur minn að kveða upp þann úr skurð, að blekið á þessari bók mundi gert úr þvílíkum efnum — líklega tómum jurtalitum — að öngvir geisl- ar hrinu á því. Við vorum nú báðir orðnir heldur vondaufir, en þó var lögreglumaður- innekki öldungis af baki dottinn. „Nú held ég við ættum að reyna kvarts- lampann", varð honum að orði. Það gerðist með þeim hætti, að við fórum inn í lítinn klefa, þar sem niðamyrk- ur var inni. Þar var handritið lagt á borð og kveikt á lampa. Birtan frá honum, ef birtu skyldi kalla, var heldur dauf og drungaleg, og ég kvað undir eins upp úr, að þetta mundi heldur ekki verða til neins. „Nú skulum við bíða stundarkorn“, sagði lögreglumaðurinn. Og áður en varði, gerðust þau tíðindi, að flekkurinn á skinnblaðinu, þar sem skriftin átti að vera, en nálega enginn stafur varð greindur með berum augum, fór að greiðast sundur, þannig að mótaði skýrt fyrir einstökum stöfum, þó að því færi hins vegar fjarri, að skriftin yrði vel skýr og auðlesin. En mér var það ljóst þegar í stað, að þetta áhald væri mjög mikilsvert að nota i góðu tómi og fékk því ráðið, að sams konar lampi var keyptur til safnsins. Hér í Kaupmannahöfn var ekki nema um tvær tegundir kvartslampa að ræða, og ég kaus að sjálfsögðu þá, sem mér reyndist hetur eftir vand- lega athugun, en síðar hafa fróðir menn tjáð mér, að í Ameríku séu miklu fleiri tegundir á boðstólum, og mér væri forvitni á að vita, hvort einhverjar þeirra mundu ekki enn þá hentugri en sú, sem ég hef“. „Hvernig hefur lampinn reynzt?“ „Reynsla mín af lampanum er enn ekki oi'ðin svo mikil sem skyldi. Til þess eru ýmsar orsakir. Eitt er það, að jafnvel þó að lampinn geri vonda skrift stundum skýrari en hún verð- ur lesin áhaldalaust, þá fer þvi fjarri um flest þau blöð, sem ég hef reynt við, að þau verði lesin áreynslu- laust. Oftast er mikil augnaraun að nota hann og varasamt að sitja lengi við í einu. Annað er það, að ég hef svo mörgum störfum að gegna, að ég verð að streitast á móti ílöngun minni að reyna að ráða torlesin blöð, þar sem oft getur orðið margra daga og jafnvel vikna verk að stauta sig fram úr örfáum línum. En auðvitað hef ég borið lampann til reynslu að mörgum handritum, og árangurinn er mjög misjafn. Þegar skrift er dofnuð, reynist lampinn oft mesta þing, t. a. m. við eitt bezta handrit Grettissögu, sem hingað til hefur ver- ið illlæsilegt, en verður furðu skil- merkilegt í kvartsljósinu. En því er ekki að leyna, að þegar íslenzk hand- rit eru vond aflestrar, er það oftast ekki af þvi, að letrið hafi dofnað, heldur miklu fremur af því, að blöðin hafa sætt illri meðferð, stafirnir

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.