Samtíðin - 01.02.1953, Page 14
SAMTÍÐIN
10
blaðinu. — Nú víkur sögunni til
Noregs. Skönnnu eftir þetta var vin-
ur minn, prófessor Seip, á ferðinni í
Kaupmannahöfn og spurði mig,
hvernig stæði á þessari færeysku lög-
bók, sem áður hefði verið ólesin, en
ég hefði lesið fyrstur manna. Ég
komst þá að því, að fregnin hafði
verið símuð yfir Kjölinn til norskra
blaða og hafði þá tekið á sig þá mynd,
að ég hefði lesið hvorki meira né
minna en heila lögbók. Einhver hefur
sagt mér, að íslenzk blöð hafi lika
náð i þessi tíðindi, en mérerókunnugt
um í hverri mynd. En ég hef aldrei
á lifsleiðinni fengið betur staðfest
en í þetta skipti, að ævintýri Ander-
sens um eina fjöður, sem varð að
fimm hænum, getur verið bókstaf-
lega satt“, sagði Jón Helgason að
lokum.
♦ Það er sagt: ♦
að þeir, sem aka bíl, séu allir á lofti,
ef ekki er sprungið á neinu hjól-
inu.
♦
að frelsi hafi ábyrgð i för með sér,
og þess vegna glati sumir frelsinu.
♦
að hesturinn þinn sé bezti vinur þinn,
þangað til þú tekur upp á því að
veðja á hann á skeiðvellinum.
♦
að lygarar verði ekki einungis að
þola þá refsingu, að enginn trúi
þeim, heldur hætti þeir líka að
trúa öðrum.
i I 167. BAEA „SAMTÍÐARINNAR"
EVA
£ftir Siyurjón fá f^orgeiróótóíum
DROTTINN ALFAÐIR hafði skap-
að manninn i sinni mynd. Hann leit
yfir verk sin og sá, að þau voru
dásamleg. En það var ekki gott, að
maðurinn væri einsamall. Þess vegna
blés drottinn lifsanda i nasir kon-
unnar.
Drottinn alfaðir vissi, að maður-
inn og konan mundu leita vegarins,
sem liggur til þroskans og sannleik-
ans. Það yrði ganga utan úr myrkri
inn í ljósbjarma. Sú leið yrði löng og
torrötuð, þar yrði villzt á f jallvegum,
velkzt í hafróti. Þar mundi oft sjásl
tár í augum, þreyta og þjáning i
hreyfingum, blóð í sporum.
En drottinn alfaðir brosti. Hann
skildi blutverk mannanna. Hann vissi
allt.
EVA LÁ í angandi grasinu, björt
og ung, teygði úr fagurvöxnum lík-
amanum, starði íhugandi upp í trjá-
toppana. 1 vitum hennar var moldar-
þefur; — hún var hluti af moldinni,
var að vakna af svefni, löngum og
draumlausum. Þoka og óminni lá
að baki hennar.
1 blátæru loftinu var sætur ilmur
gróandans. Og Eva teygaði. Aukið líf
færðist í likama hennar, hjartað sló
örar, blóðið dunaði í æðunum. Hún
reis upp, horfði fram fyrir sig,
dreymandi. Þar var dulræna tilver-
unnar.
Eva stóð á fætur. 1 vitund hennar
bærðist þráin að kynnast dulrænunni.