Samtíðin - 01.02.1953, Page 20
16
SAMTÍÐIN
99Flugvcíin er mitt annað hcimili, og íar-
þegarnir cru mcr eins og kasrhomnir gestir“
SAMTAL VIÐ KRISTÍNU SNÆHÓLM FLUGFREYJU
ÞEIR, SEM fevðazt hafa nokkuð
að ráði með flugvélum Flugfélags
Islands, kannast áreiðanlega flestir
við Kristínu Snæhólm, þá flugfreyj-
una, sem lengst hefur starfað hjá fé-
laginu og þar af leiðandi veitt flest-
um aðhlynningu á vegum íslenzkrar
flugþjónustu. Ungfréi Snæhólm átti
um seinustu áramót 6 ára starfsaf-
mæli hjá F. I., og áttum við þá
eftirfarandi samtal um störf hennar.
„Hvaða undirbúningsmenntunar
hafið þér notið?“
„Ég stundaði nám í Menntaskól-
anum á Akureyri og lauk þar gagn-
fræðaprófi vorið 1939. Foreldrar
mínir fluttust frá Akureyri til
Reykjavíkur árið 1938, en ég sá
ekki höfuðstaðinn fyiT en vorið 1939
og hafði þar þá aðeins hálfsmánaðar
viðdvöl, því að síðan fór ég til Nor-
egs og var í Osló fram i marzbyrjun
1940. Þá var stríðið skollið á, svo að
ég tók það ráð að fara heim með
„Lagarfossi“. Oft verður mér hugsað
til þeirrar heimferðar, þegar við
Þannig veitir þessi bréfaskóli nú
kennslu í allmörgum tungumálum,
en auk þess svo ólíkum greinum
sem siglingafræði, skák, bragfræði,
vélfræði o. s. frv. Hin sívaxandi þátt-
taka í náminu bendir ótvírætt til þess,
að bréfaskólinn hafi vinsælu menn-
ingarhlutverki að gegna.
fljúgum milli Oslóar og Reykjavík-
ur á fáeinum ldukkustundum. Hún
tók nefnilega þrjár vikur, að vísu
með nokkurri viðdvöl í Khöfn. Við
rötuðum í það ævintýri að festast í ís
á leiðinni milli Oslóar og Hafnar og
sátum þar föst í 5 daga. Þetta var i
bezta veðri, og það amaði svo sem
ekkert að okkur. Suma dagana geng-
um við meira að segja út á ísljreið-
una og tókum myndir. Loksins kom
svo ísbrjótur frá Khöfn og ruddi
okkur braút út úr ísnum, og eftir það
gekk ferðin greiðlega. Svo var ég
heima öll stríðsárin og starfaði sitt
af hverju, en aflaði mér jafnframt
frekari menntunar, stundaði m. a.
enskunám á kvöldnámskeiði á veg-
um háskólans. Þegar stríðinu lauk
vorið 1945, fór ég til Randaríkjanna
og dvaldist í New York og San
Francisco í hálft annað ár. Stundaði
ég þar menntaskólanám, en ferðað-
ist auk þess talsvert um Randaríkin
og Kanada“.
„Hver voru tildrögin til þess, að
þér gerðuzt flugfreyja?“
„Meðal annars þau, að þegar ég
kom heim í árslok 1946, hafði ég
engu sérstöku starfi að að hverfa,
en átti mér hins vegar allmikla
ferðaþrá, eins og þér skiljið eftir alla
þessa útivist. Þegar svo Flugfélag
Islands auglýsti eftir flugfreyju i
ársbyi'jun 1947, sótti ég ásamt eitt-