Samtíðin - 01.02.1953, Síða 24
20
SAMTÍÐIN
ist ég þess, að á þeim tiltölulega fáu
ferðum, sem ég hef farið sem farþegi
í útlendum flugvélum, hefur einu
sinni orðið að snúa við vegna vélar-
bilunar og í annað skipti að lenda
fyrr en til var ætlazt vegna veðurs.
Ég get þessa af því, að fólk hér
vænir okkur stöku sinnum um dug-
leysi, þegar óhagstæð veðurskilyrði
hamla flugi“.
„Þó komum við að rómantíkinni,
sem hlýtur að vera samfara starfi
yðar“.
„Já, ekki megum við gleyma henni.
Á langferðunum, þegar flogið er frá
Reykjavík áleiðis til New York lausl
fyrir miðnætti, húið er að slökkva
ljósin og ég sit aftast í vélinni og
vaki, gerir stundum vart við sig til-
finning, sem livergi annars staðar
gæti látið á sér bæra. Þá finnst mér
ég verða svo ákaflega smá og um-
komulaus gagnvart ómælisgeimnum
úti fyrir, stjörnubjörtu himinhvolf-
inu yfir og svörtu djúpinu fyrir
neðan eða grárri skýjabreiðu, sem
svifið er yfir og endurvarpar birt-
unni. Á slíkum stundum er gott að
loka augunum andartak og láta
þessar hendingar stórskáldsins líða
um hugann:
Augans blik, sem brúar himnamarinn,
brýzt að fótskör þess, er geiminn livelfdi;
heimtar kraftinn frá síns upphafs eldi
eins og sandsins korn og stjörnuskarinn.
„Það skil ég vel, að gott sé að herða
hugann skýjum ofar með tilstyrk
þess íslenzks skálds, sem öllum öðr-
ORLOF ViSARVEGINN
FERÐASKRIFSTOFAN ORLOF H.F.
Hafnarstræti 21 — Reykjavik — Sími 5965
Vöruhappdrætti S.Í.B.S.
'inninqaókt'á
áninó 1953:
1 vinn. á 150.000 kr. 150.000
1 — - 75.000 — 75.000
10 — - 50.000 — 500.000
31 — - 10.000 — 310.000
49 — 5.000 — 245.000
71 — - 2.000 — 142.000
102 — - 1.000 — 102.000
474 — - 500 — 237.000
4261 — - 150 — 639.150
5000 vinningar Kr. 2.400.150
Skattfrjálsir vinningar.
MABEL
rakvélablöð
reynast
prýðilega.
Heildsölubirgðir
Davíð S. Jónsson & Co.,
Reykjavík.